Home Fréttir Í fréttum Faxaflóahafnir hyggjast sækja bætur verði af Sunda­brú

Faxaflóahafnir hyggjast sækja bætur verði af Sunda­brú

97
0

„Ó­vissan kostar ó­hag­ræðingu. Það kostar það að við getum ekki gert fram­tíðar­plön,“ segir hafnarstjóri

<>

Gunnar Tryggva­son, hafnar­stjóri Faxa­flóa­hafna, segir í sam­tali við Fiski­fréttir að ó­vissa um hönnun Sunda­brautar hamli skipu­lagi á hafnar­svæðinu.

Ekki hefur verið á­kveðið hvort Sunda­braut liggi um göng undir Klepps­vík eða um lág­brú þar yfir.

„Ó­vissan kostar ó­hag­ræðingu. Það kostar það að við getum ekki gert fram­tíðar­plön,“ segir Gunnar.

Höfnin er byrjuð að gera á­ætlanir í sam­ræmi við út­tekt sem ráð­gjafa­fyrir­tækið Drewry Consulting gerði á því hvernig höfnin gæti hagað farm­svæðunum og þjónustu við skipa­fé­lög með til­liti til þess að lág­brú verði fyrir valinu enda myndu göngin ekki hafa mikil á­hrif á höfnina.

„Þannig að við erum að undir­búa okkur undir það sem hefur mest á­hrif. Það gæti þó kannski verið besta leiðin fyrir höfnina að fá lág­brú ef það eru réttar fé­bætur fyrir það sem fer for­görðum og við fáum þróunar­svæði fyrir utan brú,“ segir Gunnar.

Gunnar segir að lág­brú yrði góð að því leyti að hún myndi tengja hafnar­svæðið betur við bak­landið sitt. „Kosturinn við göngin er að þau myndu ekki raska hafnar­starf­seminni neitt á byggingar­tímanum,“ segir hann.

Faxa­flóa­hafnir hafa nú sent form­legt erindi með ósk um við­ræður um fram­haldið. „Það er tvennt sem við erum að leita eftir og segjum við Vega­gerðina og borgina: Ekkert vera feimin að ræða við okkur. Það eru engar til­finningar bundnar hafnar­bökkum. Það er allt leysan­legt og við viljum vera lausna­miðuð,“ segir Gunnar.

Ef vilji sé til að fara ó­dýrari leiðina, sem sé lág­brúin, þá sé hægt að ræða um hvað sé eðli­legt að Faxa­flóa­hafnir fái í bætur fyrir það sem fari for­görðum og fái síðan þróunar­svæði fyrir utan brú.

Hægt er að lesa við­tal Fiski­frétta við Gunnar hér.

Heimild: Vb.is