Árborg auglýsir til sölu byggingarrétt fyrir íbúðarhúsnæði. Um er að ræða 12 lóðir fyrir alls 38 íbúðir. Sjö parhúsalóðir og fimm raðhúsalóðir.
Stærð lóða á bilinu 1.020–1.972 m2. Um er að ræða vel staðsettar lóðir nærri sterkum þjónustukjörnum.
Leitað er að kauptilboðum í lóðirnar frá einstaklingum og/eða lögaðilum sem hyggjast byggja íbúðir í samræmi við deiliskipulag svæðisins.
Svæðið er hluti af uppbyggingar svæði á landi Bjarkar sem liggur sunnan Suðurhóla og meðfram Eyravegi.
Lóðirnar sem um ræðir eru: Móstekkur 34-36, 38-40, 42-44, 46-48, 60-68, 50-58, 61-63, 65-67, 69-71, 91-99, 81-89 og 73-79.
Lóðirnar verða tilbúnar til afhendingar 1. Febrúar 2024. Á svæðinu er í gildi deiliskipulag sem öðlaðist gildi með auglýsingu
þann 14. júní 2019 ásamt breytingum sem samþykktar hafa verið frá þeim tíma.
Tilboð í byggingarétt á lóðunum ásamt umbeðnum fylgigögnum skal skila rafrænt í útboðskerfinu Ajour innan auglýsts skilafrests.
Opnun tilboða verður framkvæmd með rafrænum hætti á útboðsvefnum eftir að skilafrestur er liðinn. Í kjölfar opnunar verður tilboðsgjöfum sent opnunaryfirlit rafrænt.
Útboðsgögn afhent: | 27.10.2023 kl. 20:00 |
Skilafrestur | 17.11.2023 kl. 13:00 |
Opnun tilboða: | 17.11.2023 kl. 13:00 |
Niðurstaða útboðs verður birt á vef Árborgar – www.arborg.is