Home Fréttir Í fréttum Samþykkt að stækka um 2.000 fermetra

Samþykkt að stækka um 2.000 fermetra

199
0
Teikning af nýrri byggingu heilbrigðisvísindasviðs. Húsið mun tengjast Læknagarði eins og sjá má. Tölvumynd/Batteríið

Há­skólaráð hef­ur samþykkt til­lögu um 2.000 fer­metra stækk­un á nýju húsi heil­brigðis­vís­inda­sviðs.

<>

Húsið, sem verður sam­tengt Læknag­arði á Hring­braut, verður þá í heild um 11.500 fer­metr­ar. Há­kon Hrafn Sig­urðsson, pró­fess­or í lyfja­fræði við HÍ og verk­efn­is­stjóri verks­ins, seg­ir í sam­tali við Morg­un­blaðið að breyt­ing­in megi ekki koma mikið seinna en núna.

Gert hafi verið ráð fyr­ir stækk­un­ar­mögu­leik­um á lóðinni sem hægt væri að ráðast í í framtíðinni. Nú hef­ur hins veg­ar verið ákveðið að ráðast í stækk­un strax, þó með fyr­ir­vara um samþykki yf­ir­valda og fjár­mögn­un.

Stækk­un­in mun fækka heild­ar­fer­metr­um sem sviðið not­ar

Há­kon seg­ir að ætla megi að stækk­un­in muni kosta á bil­inu 1,5 til 2 millj­arða. Breyt­ing­in feli þó í sér mikla hagræðingu á hús­næði. Það eru 2.700 fer­metr­ar á nokkr­um stöðum sem hýsa þá starf­semi sem ætlað er að flytji í húsið í kjöl­far stækk­un­ar­inn­ar.

Heil­brigðis­vís­inda­svið mun því þurfa að nota 700 fer­metr­um minna hús­næði auk þess að starf­semi þess verður nán­ast öll und­ir sama þaki. Há­kon seg­ir þetta vera aðal­rök­in fyr­ir stækk­un­inni, en mikið óhagræði fel­ist í því að hafa starf­semi sviðsins á mörg­um stöðum.

Há­kon seg­ir leyfi vera komið fyr­ir jarðvegs­fram­kvæmd­um sem séu að hefjast. Hann seg­ir stefnt að því að aug­lýsa útboð fyr­ir upp­steypu á næstu tveim­ur mánuðum. Gangi allt að ósk­um verður byrjað að steypa húsið í mars. Áætlað er að bygg­ing­in verði til­bú­in eft­ir þrjú ár, eða síðla árs 2026.

Nán­ar er fjallað um málið í Morg­un­blaðinu í dag.

Heimild: Mbl.is