Home Fréttir Í fréttum Lög um listaverkakaup fyrir milljarða

Lög um listaverkakaup fyrir milljarða

104
0
Mynd: mbl.is/Kristinn Magnússon

„Verja skal að minnsta kosti 1% af heild­ar­bygg­ing­ar­kostnaði op­in­berr­ar ný­bygg­ing­ar til lista­verka í henni og um­hverfi henn­ar.“

<>

Svo er mælt fyr­ir um í 14. grein mynd­list­ar­laga sem sett voru á Alþingi árið 2012, en Jón Gunn­ars­son alþing­ismaður vakti at­hygli á laga­grein­inni í ræðu á Alþingi í vik­unni. Benti hann á að í til­viki nýs Land­spít­ala þýddi þetta að verja þyrfti rúm­lega 2 millj­örðum króna í lista­verk í bygg­ing­unni.

Í laga­grein­inni kem­ur fram að með lista­verk­um sé átt við „hvers kon­ar fasta og lausa list­muni, svo sem vegg­skreyt­ing­ar inn­an húss og utan, högg­mynd­ir, mál­verk, mynd­vefnað og aðra list­ræna fegr­un“.

Fjár­málaráðuneytið upp­lýsti sl. sum­ar að heild­ar­kostnaður við bygg­ingu nýs Land­spít­ala yrði ríf­lega 210 millj­arðar króna og var þá miðað við kostnaðartöl­ur 2022 og á verðlagi í októ­ber það ár.

Ætla má að end­an­leg tala verði hærri, t.a.m. í ljósi verðbólgu. Það þýðir að fjár­festa þarf í lista­verk­um fyr­ir spít­al­ann fyr­ir a.m.k. 2,1 millj­arð, þ.e. ef hug­takið „heild­ar­bygg­ing­ar­kostnaður“ inni­fel­ur jafn­framt tæki og búnað.

Í töl­um fjár­málaráðuneyt­is­ins kem­ur fram að kostnaður vegna tækja verði rúm­ir 25 millj­arðar króna sem myndi þá mögu­lega lækka fyrr­greinda upp­hæð til lista­verka­kaupa um 250 millj­ón­ir.

Nán­ari um­fjöll­un er að finna í Morg­un­blaðinu sem kom út laug­ar­dag­inn 21. októ­ber.

Heimild: Mbl.is