Home Fréttir Í fréttum Sorpu gert að greiða 88 milljónir

Sorpu gert að greiða 88 milljónir

160
0
Gas- og jarðgerðarstöð Sorpu var reist á Álfsnesi. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Lands­rétt­ur hef­ur dæmt Sorpu til þess að greiða Íslensk­um aðal­verk­tök­um rúm­ar 88 millj­ón­ir króna og staðfest­ir þar með bóta­kröfu Héraðsdóms Reykja­vík­ur sem hafði kom­ist að svipaðri niður­stöðu.

<>

Málið snýr að al­mennu útboði sem fólst í því að reisa gas- og jarðgerðar­stöð á Álfs­nesi. Fjög­ur til­boð bár­ust í verkið en ekki var gengið að neinu þeirra sök­um þess að þau voru öll 10% hærri en kostnaðar­áætl­un verks­ins. Í kjöl­farið ákvað Sorpa að hefja samn­ings­ferli við þá kaup­end­ur sem upp­fylltu fjár­hags­leg­ar og tækni­leg­ar kröf­ur.

Þrjú fé­lög til­kynntu þátt­töku í samn­ings­ferl­inu, þar á meðal fyr­ir­tækið sem fékk verkið og Íslensk­ir aðal­verk­tak­ar. Úr varð að ekki var gengið að til­boði ÍAV held­ur hins fyr­ir­tæk­is­ins. Íslensk­ir aðal­verk­tak­ar komust þó á snoðir um það að mót­bjóðand­inn hefði lagt fram frá­vikstil­boð sem geng­ur í ber­högg við lög um jafn­ræði bjóðenda og gagn­sæi við inn­kaup.

Fram kem­ur í dómi að skil­mál­arn­ir sem giltu um samn­ings­ferlið hefðu verið mis­vís­andi og til þess falln­ir að valda mis­skiln­ingi um að hvaða marki þeim væri heim­ilt að víkja frá skil­mál­um samn­ings­kaup­anna með frá­vik­um og und­anþágum. Þannig var fyr­ir­tæk­inu sem vann útboðið talið það heim­ilt en Íslensk­um aðal­verk­tök­um ekki.

Ekki sam­an­b­urðar­hæf

Í dómi seg­ir að ljósi óskýr­leika skil­mála útboðsins hafi fyr­ir­tæk­in tvö ekki setið við sama borð. Af þeim sök­um voru til­boðin ekki sam­an­b­urðar­hæf og byggð á mis­mun­andi for­send­um. Það hafi valdið ÍAV bóta­skyldu tjóni sem metið var á rúm­ar 88 millj­ón­ir króna.

Heimild: Mbl.is