Home Fréttir Í fréttum 06.11.2023 NLSH – Jarðvinna og lagnir fyrir endurhæfingarmiðstöð á Grensás

06.11.2023 NLSH – Jarðvinna og lagnir fyrir endurhæfingarmiðstöð á Grensás

281
0
Tölvumynd af væntanlegri nýbyggingu Grensásdeildar Landsspítala. Tölvuteikning/Nordic Office of Architecture

Nýr Landspítali ohf. (NLSH) óskar eftir tilboði í útboðsverkið: Nýr Landspítali við Hringbraut. Jarðvinna og lagnir fyrir endurhæfingarmiðstöð á Grensás.

<>

Verkefni þetta nær til jarðvinnu fyrir nýja 4400 m2 viðbyggingu, staðsett vestan megin við núverandi byggingu.

Þar innifalið er gröftur, fylling undir sökkla og fleygun klappar fyrir aðalbyggingu, fjölnotasal, stoðvegg við suðurhlið, hjólaskýli og rafstöðvarbyggingu norðan megin á lóðinni.

Einnig innifalin eru helstu rif á lóð og tilheyrandi fylling vegna jarðvinnu, ásamt aðstöðusköpun og girðingu.

Vakin er sérstök athygli á því að verkkaupi hyggst fá alþjóðlega umhverfisvottun samkvæmt BREEAM á byggingar á lóðinni en slíkt vottunarferli tekur til margra þátta verktaka á byggingarstað.

Útboðsgögn afhent: 20.10.2023 kl. 15:35
Skilafrestur 06.11.2023 kl. 14:00
Opnun tilboða: 06.11.2023 kl. 14:15

Vettvangsskoðun 27. október 2023, mæting á verkstað kl.14:00

Sjá frekar.