Home Fréttir Í fréttum Borgarstjóri boðar fjölda hótela

Borgarstjóri boðar fjölda hótela

115
0
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri Reykjavíkur hefur kynnt hugmyndir að 11 nýjum hótelum í borginni. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Dag­ur B. Eggerts­son borg­ar­stjóri Reykja­vík­ur hef­ur kynnt hug­mynd­ir að 11 nýj­um hót­el­um í borg­inni. Með þeim myndu nokk­ur þúsund her­bergi bæt­ast við hót­el­markaðinn í borg­inni.

<>

Dag­ur ræddi þessi verk­efni á opn­um fundi um bætt­ar sam­göng­ur sem fram fór í Saln­um í Kópa­vogi síðastliðinn fimmtu­dag.

Dag­ur sagði tug­millj­arða fjár­fest­ingu hafa átt sér stað í nýrri afþrey­ingu fyr­ir ferðamenn í borg­inni á síðustu árum. Þá vakti hann at­hygli á því að þegar leiðtog­ar Evr­ópuráðsins funduðu í Hörpu í maí sl. hefðu þeir all­ir gist á hót­el­um sem voru ekki til þrem­ur árum áður. Þ.e.a.s. á Marriott Reykja­vík Ed­iti­on-hót­el­inu við Hörpu, Parlia­ment-hót­el­inu við Aust­ur­völl og Hót­el Reykja­vík Sögu við Lækj­ar­torg.

„Það er fullt af verk­efn­um í þróun, líka í þess­um fjög­urra og fimm stjörnu hópi, sem mun halda áfram að draga hingað bet­ur borg­andi ferðamenn,“ sagði Dag­ur og benti á mynd­ir af hót­el­um sem sjá má hér að neðan.

Meðal þess­ara verk­efna er fyr­ir­hugað hót­el á Kirkju­sandi.

Allt að 285 her­bergi
Sam­kvæmt samþykktu deili­skipu­lagi er stefnt að hót­el­bygg­ingu vest­ast á Kirkju­sandi, við sjáv­ar­síðuna gegnt Borg­ar­túni.

Kjart­an Smári Hösk­ulds­son, fram­kvæmda­stjóri Íslands­sjóða og stjórn­ar­formaður 105 Miðborg­ar, seg­ir nokkra rekstr­araðila hafa sýnt áhuga á hót­ellóðinni. Gert sé ráð fyr­ir hót­el­bygg­ingu með allt að 285 her­bergj­um sem telj­ist vera stórt hót­el í borg­inni.

Til sam­an­b­urðar eru 320 her­bergi á Foss­hót­el­inu á Höfðatorgi en það er stærsta hót­el lands­ins í her­bergj­um talið.

„Það eru viðræður í gangi við nokkra aðila um að reisa hót­el á Kirkju­sandi,“ seg­ir Kjart­an Smári.

Nán­ari um­fjöll­un er að finna í Morg­un­blaðinu í dag.

Heimild: Ruv.is