Alls voru 11.727 hótelherbergi skráð á landinu í júní og hafa þau aldrei verið fleiri. Þau voru á samtals 170 hótelum víða um landið en þegar mest var var 171 hótel á landinu í september 2019.
Þetta kemur fram í gögnum Hagstofu Íslands en í Morgunblaðinu í dag er fjallað um þróunina frá ársbyrjun 2015.
Alls voru ríflega sex þúsund hótelherbergi í ársbyrjun 2015 en fjöldinn nálgast nú 12 þúsund.
Þar af eru nú tæplega 5.500 hótelherbergi á höfuðborgarsvæðinu á alls 55 hótelum. Framboðið á gistiþjónustu dróst verulega saman í farsóttinni 2020-2021.
Lokahönd var lögð á nokkur hótel 2019 en áhrifa af falli WOW air gætti þá í ferðaþjónustu.
Hægt er að nálgast umfjöllunina í heild sinni í Morgunblaðinu í dag.
Heimild: Mbl.is