Home Fréttir Í fréttum Nærri 12 þúsund hótelherbergi

Nærri 12 þúsund hótelherbergi

97
0
Edition-hótelið opnaði árið 2021. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Alls voru 11.727 hót­el­her­bergi skráð á land­inu í júní og hafa þau aldrei verið fleiri. Þau voru á sam­tals 170 hót­el­um víða um landið en þegar mest var var 171 hót­el á land­inu í sept­em­ber 2019.

<>

Þetta kem­ur fram í gögn­um Hag­stofu Íslands en í Morg­un­blaðinu í dag er fjallað um þró­un­ina frá árs­byrj­un 2015.

Alls voru ríf­lega sex þúsund hót­el­her­bergi í árs­byrj­un 2015 en fjöld­inn nálg­ast nú 12 þúsund.

Þar af eru nú tæp­lega 5.500 hót­el­her­bergi á höfuðborg­ar­svæðinu á alls 55 hót­el­um. Fram­boðið á gistiþjón­ustu dróst veru­lega sam­an í far­sótt­inni 2020-2021.

Loka­hönd var lögð á nokk­ur hót­el 2019 en áhrifa af falli WOW air gætti þá í ferðaþjón­ustu.

Hægt er að nálg­ast um­fjöll­un­ina í heild sinni í Morg­un­blaðinu í dag.

Heimild: Mbl.is