Blað var brotið í sögu iðngreina hér á landi þegar fyrsta konan lauk sveinsprófi í veggfóðrun og dúkalögn, með tíu á verklegu prófi. Meistari hennar segir hana mikinn fagmann sem gefi samstarfsmönnum sínum ekkert eftir.
Ingunn Björnsdóttir varð á dögunum fyrst kvenna hér á landi til að ljúka sveinsprófi í veggfóðrun og dúkalögn.
Ingunn, sem verður tvítug í næsta mánuði, segir áhugann á iðngreinum hafa kviknað á unglingsaldri og eftir hvatningu frá föður sínum hafi hún sótt um rafvirkjanám í Tækniskólanum.
Heimild: Ruv.is