Home Fréttir Í fréttum Hæstiréttur telur ekki annmarka á málshöfðun Nestaks gegn Húsasmiðjunni

Hæstiréttur telur ekki annmarka á málshöfðun Nestaks gegn Húsasmiðjunni

174
0
Mynd: Austurfrett.is

Hæstiréttur hefur fellt úr gildi frávísun Landsréttar á hluta krafan Nestaks gegn Húsasmiðjunni. Landsréttur dæmdi Húsasmiðjuna til að endurgreiða Nestaki rúmar 30 milljónir króna fyrir ofrukkun en snéri við dómi héraðsdóms um skaðabótaskyldu vegna afhendingu á stáli.

<>

Eins og Austurfrétt hefur áður greint frá samdi Nestak við Húsasmiðjuna um kaup á stáli í nýtt húsnæði Hampiðjunnar í Neskaupstað. Fljótlega eftir undirritun samnings varð ljóst að tafir yrðu á stálinu og um leið byrjuðu ásakanir um hverjum þær væru að kenna.

Landsréttur sýknaði Húsasmiðjuna af bótum fyrir að hafa afhent meira magn en áætlað var sem hefði kostað Nestak fé vegna aukinnar vinnu. Rétturinn féllst hins vegar á fullyrðingu Nestaks um að verð fyrir stál innan í húsið ætti að reiknast út frá einingarverði tilboðs.

Þriðju liðurinn varðaði skaðabætur tafanna því Nestak þurfti að hafa fólk og tæki lengur tilbúin til vinnu en áætlað var vegna þessa. Héraðsdómur féllst á kröfu Nestaks þar en

Landsréttur taldi málatilbúnað Nestaks óskýran þar sem ekki væri tilgreind fjárhæð bóta eða nógu vel rökstutt hversu háar þær gætu orðið. Viðurkenning skyldunnar er forsenda þess að hægt sé að höfða sérstakt skaðabótamál.

Nestak skaut þessum hluta dómsins til Hæstaréttar sem hefur nú skipað Landsrétti að taka hann til efnislegrar meðferðar. Í dómi Hæstaréttar segir að kröfugerð Nestaks hafi verið nógu skýr þannig að Húsasmiðjan gæti tekið til varnar. Þá hafi fyrirtækið leitt að því nægar líkur að hafa orðið fyrir beinu tjóni vegna mögulegra vanefnda Húsasmiðjunnar til að teljast hafa lögvarða hagsmuni að fá skorið úr um skaðabótaskylduna.

Húsasmiðjan þarf einnig að greiða Nestaki hálfa milljón króna í kærumálskostnað fyrir Hæstarétti.

Heimild: Austurfrett.is