Home Fréttir Í fréttum Smára­garður byggir verslunar­hús­næði í Reykja­nes­bæ fyrir Krónuna og BYKO

Smára­garður byggir verslunar­hús­næði í Reykja­nes­bæ fyrir Krónuna og BYKO

76
0
Þau Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri Reykjanesbæjar, Guðrún Aðalsteinsdóttir framkvæmdastjóri Krónunnar, Sigurður B. Pálsson forstjóri BYKO og Guðmundur H. Jónsson stjórnarformaður Smáragarðs tóku í sameiningu fyrstu skóflustunguna. Ljósmynd: Aðsend mynd

Um er að ræða 10.000 m2 verslunar­hús­næði við Fitja­braut 5 í Reykja­nes­bæ.

<>

Fyrsta skóflu­stungan að 10.000 m2 verslunar­hús­næði við Fitja­braut 5 í Reykja­nes­bæ var tekin á föstu­dag en byggingar­aðili hús­næðisins er Smára­garður ehf.

Þau Kjartan Már Kjartans­son bæjar­stjóri Reykja­nes­bæjar, Guð­rún Aðal­steins­dóttir fram­kvæmda­stjóri Krónunnar, Sigurður B. Páls­son for­stjóri BYKO og Guð­mundur H. Jóns­son stjórnar­for­maður Smára­garðs tóku í sam­einingu fyrstu skóflu­stunguna að byggingunni að við­stöddum full­trúum Reykja­nes­bæjar og þeirra fyrir­tækja sem að fram­kvæmdinni koma.

„Húsið verður tekið í notkun árið 2025 og mun hýsa stór­verslanir Krónunnar og BYKO auk þess sem aðrir leigu­takar munu koma inn á seinni stigum. „Reykja­nes­bær tekur þessari upp­byggingu hjá Smára­garði fagnandi. Þetta eru hvoru tveggja stórar og vin­sælar verslanir og mikil­vægir þjónustu­aðilar fyrir ört stækkandi sam­fé­lag hér á Suður­nesjum,“ segir Kjartan Már, bæjar­stjóri Reykja­nes-bæjar,“ segir í frétta­til­kynningu.

„Við erum virki­lega spennt fyrir því að opna nýja og glæsi­lega verslun Krónunnar á Fitja­braut á árinu 2025. Við eigum frá­bæra við­skipta­vini á Suður­nesjum og viljum leggja okkur öll fram um að færa þeim þessa sönnu Krónu­upp­lifun. Með stærra verslunar­rými mega við­skipta­vinir búast við því að hin nýja verslun verði rúm­góð og björt, með auknu vöru­úr­vali á sem hag­stæðasta verði þar sem um­hverfis­sjónar­mið eru höfð að leiðar­ljósi. Við munum einnig bjóða upp á „take-away“ staði og rétti inni í versluninni líkt og í öðrum stærri verslunum Krónunnar, á­samt því að gera við­skipta­vinum kleift að panta sínar mat­vörur heim eða sækja þær í verslunina í gegnum Krónu­appið. Þetta verður spennandi nýjung fyrir við­skipta­vini okkar á svæðinu sem mun ef­laust hjálpa mikið til við gera lífið ein­faldara í amstri dagsins,“ segir Guð­rún Aðal­steins­dóttir, fram­kvæmda­stjóri Krónunnar.

Sigurður B. Páls­son for­stjóri BYKO segir að um gríðar­lega stórt skref og spennandi verk­efni sé að ræða fyrir starf­semi BYKO á Suður­nesjum.

„Við þessa á­kvörðun erum við að setja niður enn eina vörðuna í far­sælli sögu BYKO. Undan­farin ár hafa ein­kennst af mikilli upp­byggingu á svæðinu og fram­tíðar­sýn bæjarins og þeirrar at­vinnu­starf­semi sem þar er að finna er ein­fald­lega það metnaðar­full og kraft­mikil að við erum að mæta henni með nýrri verslun og þjónustu.“

BYKO hefur verið með starf­semi í Reykja­nes­bæ síðan 1996 í frekar þröngum að­stæðum. „Það mun breytast við opnun þessarar glæsi­legu verslunar í 5.700 m2 rými undir þaki sem er meira en tvö­föld stærð nú­verandi verslunar og úti­svæðis. Það má eigin­lega líkja þessu við að fara úr tjaldi í hjól­hýsi.

Byggingin verður Breeam-vottuð sem sam­ræmist okkar fram­tíðar­sýn um sjálf­bærni. Upp­bygging verslunarinnar miðar að því að skapa bestu heildar­upp­lifun við­skipta­vina og starfs­fólks með lof­orðið „Það er ein­faldast að versla í BYKO“ að leiðar­ljósi, um­vafin gildunum okkar sem eru gleði, fram­sækni og fag­mennska,“ segir Sigurður að lokum.

Smára­garður er fast­eigna­fé­lag sem hefur á undan­förnum árum staðið fyrir viða­mikilli upp­byggingu á at­vinnu­hús­næði víða um land sem fé­lagið á og leigir út til við­skipta­vina sinna.

Að sögn Sigurðar E. Ragnars­sonar fram­kvæmda­stjóra Smára­garðs er enn þá um 1.700 m2 rými laust í húsinu sem verður leigt út í einu lagi eða í tveimur til þremur smærri rýmum.

Heimild: Vb.is