Home Fréttir Í fréttum Ræða hágæða samgöngur á milli vallar og borgar

Ræða hágæða samgöngur á milli vallar og borgar

136
0
Almenningssamgöngur frá Leifsstöð eru af skornum skammti.

Innviðaráðuneytið, Reykja­vík­ur­borg, Kadeco, svæðis­skipu­lags­nefnd höfuðborg­ar­svæðis­ins og Sam­band sveit­ar­fé­laga á Suður­nesj­um standa sam­eig­in­lega að opn­um fundi um góðar og um­hverf­i­s­væn­ar sam­göng­ur milli alþjóðaflug­vall­ar­ins í Kefla­vík og höfuðborg­ar­svæðis­ins.

<>

Fram kem­ur í til­kynn­ingu að ræða eigi sam­eig­in­lega framtíðar­sýn, raun­hæfni og mögu­leg­ar lausn­ir á þeim áskor­un­um sem blasa við.

Ræða á sam­eig­in­lega framtíðar­sýn, raun­hæfni og mögu­leg­ar lausn­ir á þeim áskor­un­um sem blasa við.

Er­lend­ir fyr­ir­les­ar­ar með er­indi

Er­lend­ir gesta­fyr­ir­les­ar­ar muni gefa inn­sýn í svipuð verk­efni sem borg­ir í Evr­ópu hafa ráðist í og einnig verði tek­inn púls á þeim mögu­leik­um sem bjóðast hjá aðilum sem vinna um all­an heim að stór­um innviðaverk­efn­um með áherslu á vist­vænni sam­göng­ur.

Gyða Mjöll Ing­ólfs­dótt­ir, verk­efna­stjóri sam­göngu­áætlun­ar hjá innviðaráðuneyt­inu, verður með er­indi og Árni Freyr Stef­áns­son, skrif­stofu­stjóri sam­gangna hjá innviðaráðuneyt­inu, tek­ur þátt í pall­borðsum­ræðum.

Fund­ur­inn verður hald­inn í Saln­um í Kópa­vogi fimmtu­dag­inn 12. októ­ber, kl. 13-17.

Nán­ari upp­lýs­ing­ar.

Heimild: Mbl.is