Home Fréttir Í fréttum 24.10.2023 Fjarðabyggðarhafnir: Lenging Strandarbryggju. Steypt Staurabryggja

24.10.2023 Fjarðabyggðarhafnir: Lenging Strandarbryggju. Steypt Staurabryggja

146
0
Mynd: Fjarðabyggð

Fjarðabyggðarhafnir óska eftir tilboði í útboðsverkið „Fjarðabyggðarhafnir: Lenging Strandarbryggju. Steypt Staurabryggja.“

<>

Verkið felst meðal annars í að:

  • Reka niður 68 stálstaura.
  • Koma fyrir 17 stk. forsteyptum burðarbitum, 17 stk. forsteyptum kantbitum og 170 holplötum.
  • Steypa 71 metra langan landvegg og 210 m² akkerisplötu.
  • Steypa 975 m² ásteypulag á holplötur.
  • Koma fyrir þybbum, pollum og kanttré
  • Leggja ídráttarrör fyrir raflagnir og vatnslagnir. Tengja vatn inn í hús.

Verkinu skal lokið eigi síðar en 15. júlí 2024.

Útboðsgögn verða afhent þegar þess er óskað á tölvupóstfangið sigurdur@portum.is frá og með fimmtudeginum 5. október 2023 og skal tilboðum skilað rafrænt á sama tölvupóstfang fyrir kl. 14:00 á þriðjudeginum 24. október 2023.

Ekki verður haldinn sérstakur opnunarfundur en eftir lok tilboðsfrests verður bjóðendum tilkynnt um nöfn bjóðenda í útboðinu og heildartilboðsupphæð.