Home Fréttir Í fréttum Endurnýjuð háspennulína eykur orkuöryggi

Endurnýjuð háspennulína eykur orkuöryggi

60
0
Verkamenn við störf úti í hrauni. mbl.is/Sigurður Bogi

Möst­ur eru end­ur­nýjuð og nýir streng­ir sett­ir upp við end­ur­nýj­un á Kolviðar­hóls­línu I, sem nú er unnið að á veg­um Landsnets. Verk­efnið snýst um að auka flutn­ings­getu þeirr­ar há­spennu­línu sem ligg­ur frá Hell­is­heiðar­virkj­un að Geit­hálsi ofan við Reykja­vík og flyt­ur orku til borg­ar­inn­ar.

<>

Að sögn Stein­unn­ar Þor­steins­dótt­ur upp­lýs­inga­full­trúa Landsnets hef­ur tak­mörkuð geta lín­unn­ar til orku­flutn­inga verið flösku­háls og í miklu álagi tap­ast tals­verð orka. Með fram­kvæmd­um nú á flutn­ings­geta að aukast um nær 60%. Ætl­un­in er að taka lín­una nýju í notk­un um miðjan októ­ber.

Lesa má meira um málið í Morg­un­blaðinu í dag.

Heimild: Mbl.is