Möstur eru endurnýjuð og nýir strengir settir upp við endurnýjun á Kolviðarhólslínu I, sem nú er unnið að á vegum Landsnets. Verkefnið snýst um að auka flutningsgetu þeirrar háspennulínu sem liggur frá Hellisheiðarvirkjun að Geithálsi ofan við Reykjavík og flytur orku til borgarinnar.
Að sögn Steinunnar Þorsteinsdóttur upplýsingafulltrúa Landsnets hefur takmörkuð geta línunnar til orkuflutninga verið flöskuháls og í miklu álagi tapast talsverð orka. Með framkvæmdum nú á flutningsgeta að aukast um nær 60%. Ætlunin er að taka línuna nýju í notkun um miðjan október.
Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag.
Heimild: Mbl.is