Home Fréttir Í fréttum Nýr byggingar­full­trúi og fram­kvæmda­stjóri heil­brigðis­eftir­lits í Reykja­vík

Nýr byggingar­full­trúi og fram­kvæmda­stjóri heil­brigðis­eftir­lits í Reykja­vík

534
0
Brynjar Þór Jónasson og Tómas G. Gíslason. REYKJAVÍKURBORG

Brynjar Þór Jónasson hefur verið ráðinn nýr byggingarfulltrúi Reykjavíkur og Tómas G. Gíslason nýr framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur.

<>

Frá þessu segir í tilkynningu frá Reykjavíkurborg þar sem segir frá þessum nýju stjórnendum á umhverfis-og skipulagssviði Reykjavíkurborgar.

„Brynjar er með viðamikla starfsreynslu bæði á sviði stjórnunar, bæði rekstri og mannauðsmálum sem og af skipulags- og byggingarmálum. Hann er húsasmíðameistari með diplómagráðu í byggingariðnfræði með BSc. gráðu í byggingafræði frá Háskólanum í Reykjavík, MSc. gráðu í skipulagsfræðum frá Landbúnaðarháskóla Íslands, viðbótadiplóma í opinberri stjórnsýslu 2019 og er að ljúka MPA gráðu frá Háskóla Íslands.

Brynjar er jafnframt með löggildingu mannvirkjahönnuða. Síðastliðin ár hefur hann starfað sem sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs Seltjarnarnesbæjar og sem slíkur hefur hann borið ábyrgð á skipulags- og byggingamálum, umhverfismálum, rekstri eignasjóðs, rekstri veitustofnana Seltjarnarnesbæjar og þjónustumiðstöðvar.

Tómas G. Gíslason er nýr framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur.

Tómas er með B.Sc. gráðu í líffræði frá Háskóla Íslands og M.Sc. gráðu frá RMIT University í Melbourne, Ástralíu. Tómas er með víðtæka reynslu í umhverfismálum og opinberri stjórnsýslu.

Hann starfaði frá 2001 til 2008 sem heilbrigðisfulltrúi hjá Heilbrigðiseftirlitinu í Reykjavík og sinnti þar margvíslegum verkefnum á sviði mengunarvarna. Síðastliðin 15 ár hefur hann starfað sem umhverfisstjóri hjá umhverfissviði Mosfellsbæjar,“ segir í tilkynningunni.

Heimild: Visir.is