
Að frumkvæði Ferðafélags Íslands stendur yfir endurbygging á gömlu sæluhúsi austarlega á Mosfellsheiði.
Bygging þessi var upphaflega reist um 1890 við nýjan veg til Þingvalla sem gengur núna undir nafninu Gamli Þingvallavegurinn. Húsið var byggt úr tilhöggnu grágrýti, var 7×4 m að flatarmáli og veggir 1,80 m á hæð. Á því var risþak, sennilega klætt með bárujárni, og útidyr voru á langvegg. Áformað er að endurreist bygging verði tilbúin á næsta ári.

Árbók Ferðafélags Íslands árið 2019 er um Mosfellsheiði. Í bókinni segja höfundarnir þrír, þau Bjarki Bjarnason, Jón Svanþórsson og Margrét Sveinbjörnsdóttir, frá sæluhúsinu á heiðinni. Þar var einnig greint frá því að uppi væru hugmyndir um endurbyggingu þess í upprunalegri mynd, eins og nú hefur raungerst.
Rætt er við Bjarka Bjarnason, umsjónarmann verkefnisins, og Páll Guðmundsson, framkvæmdastjóri Ferðafélags Íslands, í Morgunblaðinu í gær.
Heimild: Mbl.is