Home Fréttir Í fréttum Sæluhúsið á Mosfellsheiðinni endurreist

Sæluhúsið á Mosfellsheiðinni endurreist

84
0
Sökkull að sæluhúsinu, sem er austarlega á Mosfellsheiði, er tilbúinn og nú verið að hlaða upp veggi þess. Því verki á að ljúka í haust. Þak verður svo sett á bygginguna á næsta ári. Myndin var tekin nú fyrr í vikunni. mbl.is/Sigurður Bogi

Að frum­kvæði Ferðafé­lags Íslands stend­ur yfir end­ur­bygg­ing á gömlu sælu­húsi aust­ar­lega á Mos­fells­heiði.

<>

Bygg­ing þessi var upp­haf­lega reist um 1890 við nýj­an veg til Þing­valla sem geng­ur núna und­ir nafn­inu Gamli Þing­valla­veg­ur­inn. Húsið var byggt úr til­höggnu grágrýti, var 7×4 m að flat­ar­máli og vegg­ir 1,80 m á hæð. Á því var risþak, senni­lega klætt með báru­járni, og úti­dyr voru á lang­vegg. Áformað er að end­ur­reist bygg­ing verði til­bú­in á næsta ári.

Svona leit skál­inn á heiðinni út. lJós­mynd úr Árbók FÍ 2019

Árbók Ferðafé­lags Íslands árið 2019 er um Mos­fells­heiði. Í bók­inni segja höf­und­arn­ir þrír, þau Bjarki Bjarna­son, Jón Svanþórs­son og Mar­grét Svein­björns­dótt­ir, frá sælu­hús­inu á heiðinni. Þar var einnig greint frá því að uppi væru hug­mynd­ir um end­ur­bygg­ingu þess í upp­runa­legri mynd, eins og nú hef­ur raun­gerst.

Rætt er við Bjarka Bjarna­son, um­sjón­ar­mann verk­efn­is­ins, og Páll Guðmunds­son, fram­kvæmda­stjóri Ferðafé­lags Íslands, í Morg­un­blaðinu í gær.

Heimild: Mbl.is