Home Fréttir Í fréttum First Water lýkur 13,7 milljarða króna fjármögnun

First Water lýkur 13,7 milljarða króna fjármögnun

182
0
Fyrirhugað landeldi í Ölfusi. Landeldi – Aðsend

Laxeldisfyrirtækið First Water hefur lokið 13,7 milljarða króna fjármögnun. Þetta kemur fram i fréttatilkynningu frá fyrirtækinu, sem hét áður Landeldi hf. Fyrirtækið vinnur að uppbyggingu sjálfbærs laxeldis á landi í Þorlákshöfn.

<>

Fyrirtækið hafði fyrr í sumar lokið 12,3 milljarða króna fjármögnun og því hafa bæst við um 1,4 milljarðar króna.

First Water starfrækir eiðaeldisstöð við Hveragerði og áframeldisstöð skammt frá Þorlákshöfn. Það hefur lokið umhverfismati og fengið leyfir fyrir um 28 þúsund tonna laxeldi í Ölfusi árlega en stefnir á að framleiða allt að fimmtíu þúsund tonn, fyrst og fremst til útflutnings. Áætlað er að uppbyggingu verið lokið 2028.

Fjármögnun uppbyggingar fyrsta áfanga landeldisstöðvar fyrirtækisins er þá lokið. Fjárfestingarfélagið Stoðir er stærsti hluti í fyrirtækinu. Framtakssjóðurinn Horn IV, lífeyrissjóðir og einkafjárfestar sem og aðrir innlendir og erlendir fjárfestar koma nýir að félaginu.

Eggert Þór Kristófersson, forstjóri First Water, segir verkefnið vera frábært, þrátt fyrir erfiðar markaðsaðstæður hafi hlutafjáraukning heppnast vel. „Það er því full ástæða til bjartsýni og við höldum ótrauð áfram uppbyggingu umhverfisvæns og sjálfbærs laxeldis á landi.“

Heimild: Ruv.is