Home Fréttir Í fréttum 600 milljóna viðsnúningur hjá ÍAV

600 milljóna viðsnúningur hjá ÍAV

255
0
Sigurður R. Ragnarsson er stjórnarformaður ÍAV. Ljósmynd: Eva Björk Ægisdóttir

Íslenskir aðalverktakar, ÍAV, skiluðu 80 milljóna króna hagnaði árið 2022 eftir taprekstur árin 2021 og 2020. Afkoma félagsins batnaði um 600 milljónir á milli ára.

<>

Tekjur ÍAV, stærsta verktakafyrirtækis landsins, jukust um 14% frá fyrra ári og námu 16,5 milljörðum í fyrra. Félagið segir að verkefni og reksturinn hafi gengið samkvæmt áætlun og að verkefnastaðan sé góð.

„Stjórnendur vinna að því að bæta rekstur félagsins með auknu utanumhaldi verkefna, uppbyggingu innviða og öðrum hagræðingaraðgerðum,“ segir í skýrslu stjórnar í ársreikningi félagsins”

Mynd: Vb.is

Eignir félagsins voru bókfærðar á 4,1 milljarð í árslok 2022, eigið fé nam 1,4 milljörðum og eiginfjárhlutfallið var 33,5%. ÍAV er í eigu svissnesku verktakasamsteypunnar Marti Holding.

Heimild: Vb.is