Gjaldþrotum fyrirtækja í bygginga- og mannvirkjagerð hefur fjölgað mikið á þessu ári. Þetta má lesa úr gögnum Hagstofu Íslands. Þar sést að 186 fyrirtæki í þessum greinum hafa farið í gjaldþrot á fyrrihelmingi þessa árs. Um mikla aukningu er að ræða.

Gjaldþrot í bygginga- og mannvirkjagerð á fyrri helmingi þessa árs voru 21% allra gjaldþrota á tímabilinu. Hlutfallið var svipað árið 2020 og 2022 en hlutfallið var 16,7% árið 2021.
Heimild: Byggidn.is