Home Fréttir Í fréttum Bjarni vill bíða með framkvæmdir að andvirði 100 milljarða

Bjarni vill bíða með framkvæmdir að andvirði 100 milljarða

123
0
Bjarni Benediktsson mætir á fund Varðar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Bjarni Bene­dikts­son, fjár­málaráðherra, seg­ist þeirr­ar skoðunar að bíða þurfi með fram­kvæmd­ir að and­virði 100 millj­arða króna a.m.k. á höfuðborg­ar­svæðinu úr sam­göngusátt­mál­an­um. Nýtt kostnaðarmat upp á 300 millj­arða kr. í stað 160 millj­arða kr. geri þetta að verk­um.

<>

Þá tel­ur hann nær lagi að horfa til skemmri tíma. Til að mynda þriggja ára í senn. Öðru­vísi verði engu komið í verk og tómt mál að tala um heild­arpakka fram­kvæmda á höfuðborg­ar­svæðinu til fimmtán ára eins og sak­ir standa. „Í mín­um huga má allt eins tala um tíu þriggja ára tíma­bil frek­ar en eitt fimmtán ára fram­kvæmda­tíma­bil,“ seg­ir Bjarni.

Tekið var við spurn­ing­um úr sal. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Mikla­braut í stokk óraun­hæf fram­kvæmd
Þetta kom fram þegar Bjarna ávarpaði fund­ar­gesti á fundi Varðar, full­trúaráðs Sjálf­stæðismanna, um sam­göngusátt­mála höfuðborg­ar­svæðis­ins i Val­höll síðdeg­is í gær. Bjarna hef­ur verið tíðrætt að und­an­förnu um það gríðarlega kostnaðar­auka sem blas­ir við miðað við fyrri áætlan­ir. Þannig hafi kostnaður nær tvö­fald­ast frá ár­inu 2019 ef miðað er við áætlan­ir.

Sagði Bjarni ný­lega í aðsendri grein í Morg­un­blaðinu und­ir yf­ir­skrift­inni Vill­umst ekki í skógi ófjár­magnaðra fram­kvæmda að heild­ar­kostnaður vegna sam­göngusátt­mál­ans verði ekki 160 millj­arðar, líkt og verðbætt áætl­un gerði ráð fyr­ir (120 millj­arðar árið 2019), held­ur um það bil 300 millj­arðar.

Nefn­ir hann t.a.m. að áætl­un um að setja Miklu­braut í stokk hlaupi nærri 50 millj­örðum og sé óraun­hæf fram­kvæmd í nú­ver­andi mynd.

Stofn­vega­fram­kvæmd­ir á ís frá 2012
Bjarni tel­ur að al­menn­ings­sam­göng­ur séu mik­il­væg­ar en engu að síður gangi ekki að stofn­vega­fram­kvæmd­ir séu látn­ir bíða út í hið óend­an­lega. Þannig hafi ekk­ert verið gert í stofn­vega­fram­kvæmd­um í Reykja­vík frá ár­inu 2012. Á sama tíma fjölgi íbú­um á höfuðborg­ar­svæðinu um 4.000 ár­lega.

Hús­fyll­ir var á fund­in­um. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Gat ekki hlustað á fólk leng­ur
„Ég gat ekki leng­ur hlustað á fólk tala um að setja und­ir sig haus­inn og allt myndi verða í lagi,“ seg­ir Bjarni um ástæður þess að hann skrifaði grein sína þar sem hann benti á að fyr­ir­hugaðar fram­kvæmd­ir væru ekki fjár­magnaðar.

„Þegar ég kom að sátt­mál­an­um lá fyr­ir að ríkið þyrfti að koma að 60 millj­arða gati hvað varðar fjár­mögn­un á samn­ingn­um. Ég hugsaði þá. Ég held að við náum að kljúfa þetta á 15 árum,“ seg­ir Bjarni. Það mætti meðal ann­ars gera með því koma eign­um í verðmæti.

Fljót­lega hafi tónn­inn hjá sveit­ar­fé­lög­un­um hins veg­ar tekið að þyngj­ast. Fljót­lega hafi komið í ljós að al­menn­ings­sam­gangna­kerfið hafi t.a.m. reynst dýr­ara en menn gerðu ráð fyr­ir.

Hef­ur setið ansi marga fundi
„Ég hef setið ansi marga fundi þar sem sveit­ar­fé­lög­in hafa viljað að ríkið komi að rekstri borg­ar­línu,“ seg­ir Bjarni á fund­in­um.

Hann seg­ir það sína skoðun að ekki sé ástæða til að byrja á byrj­un­ar­reit, held­ur þurfi að láta raun­sæi ráða för. „Þessi staðreynd breyt­ir því ekki að það er mik­il­vægt að þétta göngu­stíga og hjól­reiðastíga. En það skipt­ir máli hvort þeir kosta núna 30 millj­arða en ekki 10 millj­arða eins og talað var um,“ seg­ir Bjarni.

Eitt af því sem Bjarni lagði til er að ráðast í breyt­ing­ar á al­menn­ings­sam­göng­um en hafa þær smærri í sniðum til að byrja með. „Ég veit að sum­ir á fund­in­um halda að við séum að fara gera gljá­fægðar lest­ar sem verða hálf­tóm­ar. En það verður ekki,“ seg­ir Bjarni og upp­skar hlát­ur í saln­um.

Vill ekki borga þetta og ekki reka þetta
Bjarni skaut á Sam­fylk­ing­una í borg­inni sem hafi eignað sér borg­ar­línu­málið sem sveit­ar­fé­lög­in skrifuðu öll und­ir. „Nú ligg­ur fyr­ir að hún vill ekki borga fyr­ir þetta og ekki reka þetta. Hvernig er þetta þá henn­ar mál,“ seg­ir Bjarni og upp­skar hlát­ur viðstaddra.

Hann sagði að flest­ar stofn­vega­fram­kvæmd­ir sem sett­ar hafi verið á blað séu mik­il­væg­ar og þó hann hafi bent á skort á fjár­mögn­un fram­kvæmda þá sé það hans skoðun að mik­il­vægt sé að fara ekki með sam­göngusátt­mál­ann á byrj­un­ar­reit.

Við þurf­um að byrja á því að vera inn­an kostaðaráætl­un­ar og for­gangsraða eft­ir mik­il­vægi. „Ég er þeirr­ar skoðunar að þetta þurfi að vera blanda af ólík­um ferðamát­um,“ seg­ir Bjarni.

Heimild: Mbl.is