Home Fréttir Í fréttum Engin jarðgöng á Vestfjörðum næstu árin

Engin jarðgöng á Vestfjörðum næstu árin

121
0
Hugmynd að jarðgöngum í Mikladal. Úr skýrslu Gísla Eiríkssonar.

Í fréttatilkynningu Innviðaráðuneytisins vegna fjárlagafrumvarps næsta árs segir að fyrir liggi „tillaga að forgangsröðun jarðgangakosta með hliðsjón af markmiðum samgönguáætlunar um greiðar samgöngur, öruggar samgöngur, hagkvæmar samgöngur, umhverfislega sjálfbærar samgöngur og jákvæða byggðaþróun.

<>

Áætlanir gera ráð fyrir að á árinu 2024 hefjist undirbúningur og rannsóknir vegna Siglufjarðarskarðsganga, Hvalfjarðarganga 2 og jarðganga milli Ólafsfjarðar og Dalvíkur þannig að hægt verði að fara í framkvæmdir á þeim í framhaldi af gerð Fjarðarheiðarganga.“

þá segir að fjármögnun jarðgangaáætlunar sé eitt af verkefnum í heildarendurskoðun tekjuöflunar af ökutækjum og umferð.

„Stefnt er að hóflegri gjaldtöku vegna þessarar uppbyggingar sem nánar verður útfærð í samvinnu innviðaráðuneytis og fjármála- og efnahagsráðuneytis.“

Samkvæmt tillögunni eru jarðgöng milli Ísafjarðar og Súðavíkur næst á eftir þeim fjórum sem talin eru upp að ofan og eiga framkvæmdir að hefjast árið 2036 og árið 2038 eiga framkvæmdir við breikkun Breiðadalsganga að hefjast. Jarðgangagerð í Mikladal og Hálfdán á að hefjast 2043 og við Klettháls 2046.

Heimild: BB.is