Home Fréttir Í fréttum Framkvæmdir við vetrargarð hafnar

Framkvæmdir við vetrargarð hafnar

122
0
Skíðaleiðum verður fjölgað úr einni í þrjár í Vetrargarðinum. Ljósmynd/ÍTR

Fram­kvæmd­ir vegna vetr­arg­arðs í Breiðholti eru hafn­ar. Skíðalyft­an á staðnum hef­ur verið tek­in niður tíma­bundið meðan á fram­kvæmd­um stend­ur.

<>

Svæðið verður mótað upp á nýtt og skíðaleiðum fjölgað úr einni í þrjár. Bú­ist er við að hægt verði að setja aft­ur upp skíðalyftu sum­arið 2025 sam­hliða ann­arri upp­bygg­ingu á svæðinu tengdri garðinum, að því er seg­ir í til­kynn­ingu á vef Reykja­vík­ur­borg­ar. 

Vetr­arg­arður­inn er hluti af hverf­is­skipu­lagi fyr­ir Neðra-Breiðholt, Selja­hverfi og Efra-Breiðholt, sem tók form­lega gildi vorið 2022.

Framtíðar fjöl­skyldug­arður fyr­ir vetr­aríþrótt­ir

Vetr­arg­arður­inn verður framtíðar fjöl­skyldug­arður fyr­ir vetr­aríþrótt­ir í Reykja­vík auk hjólag­arðs á sumr­in. Áhersla er áfram á að þjón­usta börn og fjöl­skyld­ur og að miða starf­sem­ina við byrj­end­ur. Stefnt er að því að tryggja sam­fellda þjón­ustu og rekst­ur all­an árs­ins hring.

Megin­áhersla garðsins er að stuðla að auk­inni hreyf­ingu og úti­veru meðal borg­ar­búa. Auk aðgeng­is fyr­ir al­menn­ing er ætl­un­in að bjóða leik- og grunn­skóla­börn­um á skíði á skóla­tíma. Skíðafé­lög­in hér á höfuðborg­ar­svæðinu munu nýta sér garðinn til æf­inga fyr­ir yngstu kyn­slóðina.

Svæðið af­mark­ast af fyr­ir­huguðum Arn­ar­nes­vegi í austri, íbúðahverfi við Jaka­sel í suðri, Breiðholts­braut í norðri og at­hafna­svæði við Jafna­sel í vestri. Svæðið ligg­ur í um 99 m hæð yfir sjáv­ar­máli þar sem það er lægst, en fer hæst í um 130 m hæð. Sem stend­ur er verið er að flytja efni á svæðið til að móta það upp á nýtt.

Á embættisaf­greiðslufundi skipu­lags­full­trúa í sum­ar var samþykkt að gefa út fram­kvæmda­leyfi fyr­ir Vetr­arg­arðinn í Breiðholti, nán­ar til­tekið fyr­ir mót­töku á jarðvegi og mót­un skíðabrekkna og lands inn­an svæðis­ins. Gild­is­tími fram­kvæmda­leyf­is­ins er til 31. janú­ar 2025.

Heimild: Mbl.is