Home Fréttir Í fréttum Samþykktu mikla stækkun bílastæða við Landmannalaugar

Samþykktu mikla stækkun bílastæða við Landmannalaugar

61
0
Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum í gær að gefa út framkvæmdaleyfi vegna mikillar stækkunar bílastæðis í Námukvísl við Landmannalaugar. Myndin sýnir teikningu af þeim áformum Rangárþing ytra

Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum í gær að gefa út framkvæmdaleyfi fyrir mikla stækkun bílastæðis við Landmannalaugar.

<>

Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum í gær að gefa út framkvæmdaleyfi vegna mikillar stækkunar bílastæðis í Landmannalaugum. Beðið er samþykkis forsætisráðherra en forsætisráðuneytið fer með mál þjóðlenda. Slíkt samþykki liggur ekki fyrir.

Stækka um 2000 fermetra
Bílastæðið verður að framkvæmdum loknum alls 5000 fermetrar, stækkar um 2000 fermetra. Samþykktin var gerð með fyrirvara um samþykki úr forsætisráðuneytinu. Í sumar hefur mikið verið rætt um að styrkja innviði í Landsmannalaugum vegna mikillar umferðar og er stækkun bílastæðis fyrsti hluti þess. Framkvæmdin við bílastæðið yrði mikið rask og reisa þarf sérstakan grjótgarð og varnargarð.

Þúsundir daglega
Ásókn í Landamannalaugar eykst stöðugt og stækkunin á að meðal annars gera stærri rútum kleift að komast að við friðlandið. Yfir 130 þúsund ferðmenn koma í Landmannalaugar árlega og hátt í tvo til þrjú þúsund koma þangað daglega í rútum eða bílaleigubílum.

Þurfa ekki könnun
Umhverfisstofnun hefur ekki lagst gegn framkvæmdunum en Skipulagsstofnun lagði til að viðhorfskönnun meðal meðal ferðafólks og innan ferðaþjónustunnar færi fyrst fram varðandi alla uppbyggingu á svæðinu.

Sveitarstjórnin segir það ekki eiga við stækkun bílastæðisins sem sé fyrsta verk í víðtækari áformum um uppbyggingu á svæðinu. Engin slík könnun hefur því verið gerð.

Kærðu samþykktina
Umhverfissamtökin Náttúrugrið hafa kært framkvæmdirnar til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Snæbjörn Guðmundsson, formaður Náttúrugriða, segir framkvæmdina verða yfirgengilega groddalega gagnvart svæðinu sem er friðlýst og ekki standast lög skipulagslög og lög um umhverfismat áætlana og framkvæmda.

Heimild: Ruv.is