Home Fréttir Í fréttum Fjölbýlishús rísi við Arnarbakka

Fjölbýlishús rísi við Arnarbakka

136
0
Fyrr á árum var blómleg verslun og þjónustustarfsemi í þessum húsum í Breiðholti. Um miðjan níunda áratuginn fór að halla undan fæti. mbl.is/sisi

Tals­verð upp­bygg­ing er fyr­ir­huguð í Breiðholts­hverfi á næst­unni.

<>

Í Morg­un­blaðinu hef­ur verið sagt frá áform­um um nýtt hverfi við Suður­fell í Efra-Breiðholti og upp­bygg­ingu í Norður-Mjódd. Og nú stend­ur fyr­ir dyr­um upp­bygg­ing á reit þjón­ustukjarn­ans við Arn­ar­bakka í Neðra-Breiðholti.

Þar gætu risið 3-4 hæða fjöl­býl­is­hús með 100 íbúðum. Göm­ul versl­un­ar­hús, sem hafa verið illa nýtt á und­an­förn­um árum, víkja fyr­ir nýj­um.

Á af­greiðslufundi skipu­lags­full­trúa Reykja­vík­ur 8. júní 2023 var lögð fram fyr­ir­spurn Bygg­ing­ar­fé­lags náms­manna um breyt­ingu á deili­skipu­lagi Arn­ar­bakka 2-6 sem felst í að heim­ilt verði að fjölga íbúðum án þess að auka bygg­inga­magn, breyta notk­un/​koma fyr­ir leik­skóla á jarðhæð Arn­ar­bakka 4, stækka bygg­ing­ar­reit Arn­ar­bakka 4 til aust­urs til að búa til nægi­legt pláss fyr­ir fjög­urra deilda leik­skóla og breyta sal­ar­hæð húsa og þak­halla.

Göm­ul hús víkja fyr­ir fjöl­býl­is­hús­um sem munu rísa í ná­grenni við önn­ur íbúðar­hús í hverf­inu. Ljós­mynd/​Reykja­vík­ur­borg

Deili­skipu­lag fyr­ir lóðir 2‐6 við Arn­ar­bakka í Reykja­vík var samþykkt í borg­ar­ráði 2. des­em­ber 2021. Þar er heim­ild fyr­ir niðurrifi bygg­inga á reitn­um.

Hægt er að lesa um­fjöll­un­ina í heild sinni í Morg­un­blaðinu.

Heimild: Mbl.is