Home Fréttir Í fréttum Málstofa um áskoranir og nýjungar í loftræsingu

Málstofa um áskoranir og nýjungar í loftræsingu

69
0
Mynd: HMS.is

HMS býður á málstofu þann 19. september n.k. kl. 14:00 í Borgartúni 21. Þar munu loftræsisérfræðingar úr Norðurlandasamstarfi um loftræsingu og tveir íslenskir sérfræðingar flytja stutta fyrirlestra um áskoranir og nýjungar á þessu sviði. Að fyrirlestrunum loknum verður gefið tækifæri fyrir spurningar og umræður úr sal.

<>

Góð loftræsing mannvirkja er órjúfanlegur hluti heilnæmis, orkunotkunar og endingar mannvirkja. Málstofa þessi er liður í því að auka fræðslu bæði til fagaðila og neytenda um loftræsingu.

Hvetjum alla áhugasama til að mæta og taka þátt í umræðunum.

Fyrirlesarar verða:

  • Jonas Edahl frá Boverket í Svíþjóð
  • Siru Lönnqvist frá finnska umhverfisráðuneytinu
  • Olli Seppänen frá finnska umhverfisráðuneytinu
  • Pekka Kalliomäki frá finnska umhverfisráðuneytinu
  • Johannes Utoft Christensen frá Social- og Boligstyrelsen í Danmörku
  • Eiríkur Á Mangússon frá Ventum og
  • Ágúst Pálsson frá Verkís

Skráning

Heimild: HMS.is