Home Fréttir Í fréttum Endurbætur á MR komnar í uppnám

Endurbætur á MR komnar í uppnám

66
0
Aðalbygging MR er með glæsilegri húsum í miðbæ Reykjavíkur. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Ég vil auðvitað fá skýr­ing­ar,“ seg­ir Sól­veig Guðrún Hann­es­dótt­ir, rektor Mennta­skól­ans í Reykja­vík.

<>

Í skýrslu um fyr­ir­hugaða sam­ein­ingu MA og VMA sem Ásmund­ur Ein­ar Daðason, mennta- og barna­málaráðherra, kynnti í vik­unni var óvænt til­kynnt í fram­hjá­hlaupi að áform um end­ur­bæt­ur á Mennta­skól­an­um í Reykja­vík hefðu verið lögð til hliðar.

Hef­ur Sól­veig fengið af­sök­un­ar­beiðni frá ráðuneyt­inu og henni tjáð að mis­tök hafi verið gerð með því að greina frá þessu í um­ræddri skýrslu. Eft­ir sem áður stend­ur ákvörðun um að salta áformin, þó að eng­in form­leg ákvörðun hafi verið tek­in.

Skóla­yf­ir­völd í MR hafa lengi bar­ist fyr­ir end­ur­bót­um á hús­næði skól­ans og voru þau loks kom­in á fjár­lög síðasta haust. „Það er löngu orðið tíma­bært að nem­end­ur í MR fái þá lág­marksaðstöðu sem aðrir nem­end­ur í fram­halds­skól­um hafa,“ seg­ir Sól­veig.

Heimild: Mbl.is