Home Fréttir Í fréttum 2,2 milljarða hagnaður Boga og Lindu

2,2 milljarða hagnaður Boga og Lindu

331
0
Bogi Þór Siguroddsson og Linda Björk Ólafsdóttir, eigendur Fagkaups. Ljósmynd: Aðsend mynd

Rekstrartekjur Fagkaups-samstæðunnar námu 20,6 milljörðum króna í fyrra, samanborið við 17,4 milljarða króna árið áður.

<>

Fagkaups-samstæðan skilaði nærri 2,2 milljarða króna hagnaði á síðasta ári og jókst hagnaður um 15% frá fyrra ári.

Rekstrartekjur námu 20,6 milljörðum króna í fyrra, samanborið við 17,4 milljarða króna árið áður. Eignir samstæðunnar námu 12,9 milljörðum króna í lok síðasta árs, skuldir 9,3 milljörðum og eigið fé 3,7 milljörðum.

Á síðasta ári var hlutafé samstæðunnar lækkað um 2 milljarða króna með útgreiðslu til móðurfélagsins AKSO ehf. og árið á undan var hlutafé lækkað um 1,5 milljarða.

Stjórn félagsins leggur ekki til arðgreiðslu til hluthafa á yfirstandandi ári. Fagkaups-samstæðan, sem er í eigu hjónanna Boga Þórs Siguroddssonar og Lindu Bjarkar Ólafsdóttur, er stærsta heildsala á Íslandi þegar litið er til veltu.

Auk Johan Rönning starfa félögin Sindri, Áltak, S. Guðjónsson, Vatn og veitur, Varmi og vélaverk, Ísleifur Jónsson, Hagblikk, BG Fossberg og KH vinnuföt undir Fagkaups-samstæðunni.

Heimild: Vb.is