Home Fréttir Í fréttum 03.10.2023 Baugur Bjólfs, útsýnissvæði við Seyðisfjörð

03.10.2023 Baugur Bjólfs, útsýnissvæði við Seyðisfjörð

134
0

Baugur Bjólfs, útsýnissvæði við Seyðisfjörð er hringlaga útsýnispallur sem situr á Bæjarbrún. Þar verður einstakt útsýni yfir Seyðisfjörð — frá mynni fjarðarins, yfir bæinn, fjallahringinn og suðvestur inn í dalinn. Að ofanverðu gnæfa tindar Bjólfs yfir.

<>

Helstu verkþættir eru:

  • Jarðvinna og yfirborðsfrágangur vegna mannvirkis og á aðkomusvæði
  • Uppsteypa mannvirkis með eftirspennu
  • Handrið úr stáli og lerki ásamt lerkihandlistum

Hægt er að óska eftir rafrænum útboðsgögnum á netfangið utbod@mulathing.is frá og með 5.september 2023.

Tilboðið skal sett fram á meðfylgjandi tilboðsblöðum, dagsett og undirritað af bjóðanda. Skila skal tilboðum og öllum fylgigögnum í einu eintaki, í lokuðu umslagi eða í tölvupósti, utbod@mulathing.is, merktu:

 Múlaþing

  • Baugur Bjólfs, útsýnissvæði við Seyðisfjörð – Útboð 202306059
  • Fullnaðarfrágangur á útsýnispalli, landmótun, aðkoma og bílastæði
  • Tilboð
  • Nafn bjóðanda

 

 Tilboð berist eigi síðar en kl. 14:00 þann 3. október 2023 þar sem tilboðin verða opnuð í viðurvist þeirra bjóðenda sem þess óska, að Lyngási 12 á Egilsstöðum.