Home Fréttir Í fréttum Í sum­ar verður flug­stöðin stækkuð um 9 þúsund fer­metr­a

Í sum­ar verður flug­stöðin stækkuð um 9 þúsund fer­metr­a

136
0
Mynd/​Isa­via

Til að mæta stór­aukn­um straumi ferðamanna til lands­ins eru ferns kon­ar stór­ar fram­kvæmd­ir í gangi vegna stækk­un­ar Flug­stöðvar Leifs Ei­ríks­son­ar. Í sum­ar verður flug­stöðin um 9 þúsund fer­metr­um stærri en hún var í byrj­un sum­ars 2015.

<>

„Þetta geng­ur allt sam­an mjög vel og er sam­kvæmt áætl­un. Það hef­ur verið mik­ill fram­kvæmda­hraði hjá verk­tök­un­um,“ seg­ir Guðni Sig­urðsson, upp­lýs­inga­full­trúi Isa­via.

Stækk­un suður­bygg­ing­ar til vest­urs

Fyrsta skóflu­stunga var tek­in 20. júní 2014. Um er að ræða 5.000 fer­metra bygg­ingu sem bæt­ir við sex nýj­um rútu­hliðum, svo­kallaða þriðju landa leit sem er vopna­leit fyr­ir farþega sem koma frá lönd­um þar sem er ekki samn­ing­ur um vopna­leit. Þeir þurfa því að fara í gegn­um leit við lend­ingu, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá Isa­via. Að auki stækk­ar al­mennt svæði fyr­ir skiptif­arþega í suður­bygg­ingu og einnig sal­erni. Ístak ann­ast fram­kvæmd­irn­ar.

https://www.youtube.com/watch?v=w4PpwfY54I8&feature=player_embedded

Stækk­un á far­ang­urs­flokk­un­ar­sal

Fram­kvæmd­ir vegna 3.000 fer­metra stækk­un­ar á far­ang­urs­flokk­un­ar­sal hóf­ust í lok síðasta árs. Til­gang­ur­inn er meðal ann­ars sá að flug­völl­ur­inn geti tekið á móti breiðþotum sem not­ast við far­ang­urs­gáma. Fyrsti áfangi verður tek­inn í notk­un í sum­ar og verður verk­efnið full­klárað um ára­mót. Ístak ann­ast fram­kvæm­irn­ar.

Stækk­un á komu­sal

Komu­sal­ur var stækkaður um rúma 800 fer­metra á síðasta ári og verður stækkaður um aðra 800 fer­metra í ár. Tösku­færi­band var lengt og svæðið stækkað bæði inn­an við og utan við toll­gæsl­una. Vænt­an­lega verður sal­ur­inn til­bú­inn í ág­úst. ÍAV sér um fram­kvæmd­irn­ar.

Stækk­un suður­bygg­ing­ar til norðurs

Hafn­ar eru fram­kvæmd­ir við stækk­un suður­bygg­ing­ar til norðurs. Bygg­ing­in verður 7.000 fer­metr­ar á þrem­ur hæðum.

Stækk­un á landa­mæra­sal mun tvö­falda af­köst yfir landa­mær­in til að mæta fjölg­un farþega á síðustu árum. Sér í lagi fjölg­un á skiptif­arþegum og um­ferð frá Norður-Am­er­íku og Bretlandi auk þess sem versl­un­ar- og veit­inga­svæði á 1. hæð verður mun stærra með biðsvæði fyr­ir rúm­lega 1.000 farþega til viðbót­ar við nú­ver­andi rými. Einnig er verið að skoða kosti þess að stækka og fjölga biðstof­um á flug­vell­in­um. Stækk­un­in, sem Ístak fram­kvæm­ir, verður tek­in í notk­un árið 2017.

Þró­un­ar­áætl­un varðandi frek­ari stækk­un flug­stöðvar­inn­ar

Fasi 1 – Af­kasta­geta miðað við nú­ver­andi farþega­dreif­ingu: 8.5 millj­ón farþegar, 60.000 flug­hreyf­ing­ar. Til­búið 2021-2022

Fasi 2 – Af­kasta­geta miðað við nú­ver­andi farþega­dreif­ingu: 10,6 millj­ón farþegar, 65.000 flug­hreyf­ing­ar, til­búið 2026-2027

Fasi 3 – Af­kasta­geta miðað við nú­ver­andi farþega­dreif­ingu: 13,8 millj­ón farþegar, 86.000 flug­hreyf­ing­ar, til­búið 2032

Hækk­un bíla­stæðagjalds ekki end­ur­skoðuð

Stækk­un bíla­stæða við flug­stöðina mun kosta 1,5 millj­arða króna á þessu ári og til að mæta þeim kostnaði hef­ur verið ákveðið að hækka bíla­stæðagjöld um 30 til 117%. Breyt­ing­in tek­ur gildi 1. apríl.

Þrátt fyr­ir að hækk­un­in hafi verið gagn­rýnd, m.a. af Neyt­enda­sam­tök­un­um, seg­ir Guðni að ákvörðunin verði ekki end­ur­skoðuð. „Þetta er eitt­hvað sem við telj­um okk­ur þurfa að gera, enda eru mikl­ar fram­kvæmd­ir framund­an á þess­um bíla­stæðahluta,“ seg­ir hann.

Heimild: Mbl.is