Home Fréttir Í fréttum Efnaflutningum í flughlað á Akureyrarflugvelli lokið í bili

Efnaflutningum í flughlað á Akureyrarflugvelli lokið í bili

170
0

Fyllingarvinna í fyrsta áfanga nýs flughlaðs á Akureyrarflugvelli er lokið í bili en búið er að nota það fjármagn sem veitt var í efnaflutning úr Vaðlaheiðargöngum í flughlað, eða 50 milljónir. Framkvæmdir hófust fyrir um fimm vikum og hafa gengið hratt fyrir sig. Nóg er þó til af efni til að keyra að sögn Valgeirs Bergmanns framkvæmdastjóra Vaðlaheiðarganga.

<>

Gert er ráð fyrir að flutningur á efninu kosti um 150 milljónir króna, en illa hefur gengið að tryggja allt það fjármagn. Því er óvíst hvenær efnaflutningar hefjast að nýju. Áætlað er það þurfi 175 þúsund rúmmetra af efni í nýtt flughlað á Akureyrarflugvelli.

Heimild: Dagskráin.is