Home Fréttir Í fréttum Koparklæðning Eddu veldur truflunum á símasambandi

Koparklæðning Eddu veldur truflunum á símasambandi

114
0
Koperklæðningin hindrar farsímasamband. RÚV – Ragnar Visage

Koparklæðning utan á Eddu, húsi íslenskunnar, gerir það að verkum að ekkert símasamband er á nokkrum stöðum í byggingunni. Sviðstjóri framkvæmda- og tæknisviðs Háskóla Íslands segir þetta óheppilega en eðlilega byrjunarörðugleika.

<>

Koparklæðning utan á Eddu, húsi íslenskunnar, gerir það að verkum að ekkert símasamband er á nokkrum stöðum í byggingunni.

Starfsfólk Íslensku-og menningardeildar Háskóla Íslands og Árnastofnunar flytur þessa dagana hvert af öðru í nýtt hús íslenskunnar, Eddu. Íburðarmikil koparklæðning hússins hefur valdið nokkrum vandræðum.

Kristinn Jóhannesson, sviðstjóri framkvæmda- og tæknisviðs, segir nokkrar ábendingar hafa borist um sambandsleysi, sem hann segir óheppilegt.

„En væntalega verður fundin einhver lausn á því.“

Og veistu eitthvað hver hún yrði?

„Nei, ég er ekki með það. Það er kannski ekki það sem hefur brunnið á okkur núna.“

Kristinn segir erfitt að leggja mat á það hve mikil ánægja er með húsið, enda lítil reynsla komin á það. Starfsfólk sé rétt farið að koma sér fyrir.

Kennsla hefst ekki í húsinu fyrr en um áramótin og Kristinn segir fyrst þurfa að finna út úr ýmsum öðrum hnökrum.

„Það eru svona smáhlutir ýmsir eins og bara stillingar á hurðum og ljósastýringar og ýmis tæknibúnaður sem þarf bara að stilla af og loftræsting svo að það virki rétt og eins og á að gera. Sem að er ósköp eðlilegt og eitthvað sem þeir áttu von á.“

Heimild: Ruv.is