Home Fréttir Í fréttum Viðræður um byggingu nýs hjú́krunarheimilis í Sveitarfé́laginu Árborg eru hafnar

Viðræður um byggingu nýs hjú́krunarheimilis í Sveitarfé́laginu Árborg eru hafnar

54
0

Viðræður um byggingu nýs hjúkrunarheimilis í Sveitarfélaginu Árborg eru hafnar en um er að ræða hjúkrunarheimili með rými fyrir um 50 íbúa.

<>

Eru viðræður komnar á það skrið að næsta skref er fyrir bæjaryfirvöld í Árborg að taka afstöðu um innihald samnings um bygginguna.

„Þetta snýst að stóru leyti um þá fjármuni sem til þarf. Sveitarfélagið þarf samkvæmt lögum að borga að lágmarki 15 prósent byggingarkostnaðar, en svo er alltaf samningsatriði hversu nálægt því lágmarki menn eru,“ segir Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri Árborgar í samtali við Sunnlenska.

Gert er ráð fyrir að ríkið sjái um byggingarframkvæmdina, það er með nokkuð svipuðum hætti og gert var með verknámshúsið Hamar við FSu á Selfossi. En kemur til greina að fleiri sveitarfélög deili þá með sér kostnaðinum, líkt og í tilfelli Hamars?

„Það er ljóst að sveitarfélögin í Árnessýslu hafa verið viljug til þátttöku í þessu verkefni, en það á eftir að ræða það nánar,“ segir Ásta.

Framkvæmdasýsla ríkisins mun sjá um útboð, hönnun og slíkt hvað varðar bygginguna. En hvað með reksturinn? „Það er ekki ákveðið, en að líkindum verður auglýst eftir aðilum til að taka reksturinn að sér,“ segir Ásta að lokum.

Heimild: Sunnlenska.is