Home Fréttir Í fréttum Vegleg gjöf til pípulagnadeildar Fjölbrautaskóla Suðurnesja

Vegleg gjöf til pípulagnadeildar Fjölbrautaskóla Suðurnesja

94
0
Mynd: Fss.is

Nú í haust hófst nám í pípulögnum við skólann en kennt er síðdegis.

<>

Af því tilefni færði BYKO pípulagnadeildinni ýmis tæki og búnað. Þar er um að ræða átta pressuvélar frá General Fittings og tvær Rehau hulsuvélar en auk þess lánar BYKO snittvél út önnina.

Að auki fékk deildin átta klósettkassa og skálar, fimm handlaugartæki, sturtutæki, eldhústæki og handlaugar auk fylgihluta.

Eins og sjá má er um mjög veglega gjöf að ræða sem á eftir að nýtast nemendum okkar vel.

Það var Áskell Viðar Bjarnason frá BYKO sem kom færandi hendi með þessa veglegu gjöf en Kristján Ásmundsson skólameistari og Jóhannes Gylfi Ólafsson kennari í pípulögnum tóku á móti henni fyrir hönd skólans.

Heimild: Fss.is