Home Fréttir Í fréttum Öryggismál á Bolafjalli til skoðunar

Öryggismál á Bolafjalli til skoðunar

132
0
Bæta þarf öryggi á veginum upp á Bolafjall við Bolungarvík þangað sem þúsundir ferðamanna hafa farið í sumar. mbl.is/Sigurður Bogi

Bæta þarf ör­yggi á veg­in­um upp á Bola­fjall við Bol­ung­ar­vík þangað sem þúsund­ir ferðamanna hafa farið í sum­ar. Þar var fyr­ir ári á hamra­brún sett­ur upp pall­ur með ein­stöku út­sýni. Þetta er í nærri 640 metra hæð og ekið er upp bratt­ar brekk­ur í fjalls­hlíð. Því er til umræðu að leggja slitlag, setja upp vegrið í brekk­um og fleira.

<>

Einnig er ætl­un­in að út­búa göngu­stíga á fjall­inu og bíla­stæði. Þar yrðu inn­heimt not­enda­gjöld sem standa eiga und­ir 200 millj­óna króna fram­kvæmd, seg­ir Jón Páll Hreins­son, bæj­ar­stjóri í Bol­ung­ar­vík.

Á Bola­fjalli er rat­sjár­stöð sem Land­helg­is­gæsl­an hef­ur um­sjón með. Bol­ung­ar­vík­ur­kaupstaður er áfram um að taka við veg­haldi, enda auðveldi slíkt úr­bæt­ur til ör­ygg­is.

Nán­ari um­fjöll­un er að finna í Morg­un­blaðinu í dag.

Heimild: Mbl.is