Home Fréttir Í fréttum Uppsteypa stanga fjögur og fimm í meðferðarkjarna lýkur í lok árs

Uppsteypa stanga fjögur og fimm í meðferðarkjarna lýkur í lok árs

168
0
Mynd: NLSH ohf.

Uppsteypa meðferðarkjarna hefur gengið vel í sumar og í stöngum eitt, tvö og þrjú er búið að steypa þakplöturnar.

<>

„Unnið er að uppsteypu á millibyggingum og tveimur síðustu hæðunum í stöngum fjögur og fimm. Samhliða uppsteypunni er unnið að uppsetningu stálvirkis og stigum í millibyggingum. Vinna við tengiganga og bílastæða- og tæknihús er í fullum gangi.

Mynd: NLSH ohf.

Tengigangur á milli meðferðarkjarna og rannsóknahúss er á lokastigi, en þegar fyllt hefur verið að ganginum verður Burknagatan aftur opnuð fyrir framkvæmdaumferð. Tengigangur norðan meðferðarkjarna er á lokastigi og verður byrjað að fylla að honum á næstu vikum.

Uppsteypa bílakjallara undir Sóleyjartorgi er komin á fullt skrið og þar er verið að steypa undirstöður og fylla inn í grunninn undir botnplötu ,“ segir Árni Kristjánsson staðarverkfræðingur Nýs Landspítala.

Heimild: NLSH ohf.