
Suðurlandsbraut er lokuð við Kringlumýrarbraut í Reykjavík þar sem að farmur féll af flutningabíl. Engin slys urðu á fólki, en nú er unnið að því að fjarlægja þau af veginum.
Samkvæmt upplýsingum frá umferðardeild lögreglu er búist við því að Suðurlandsbraut verði opnuð aftur eftir tuttugu mínútur.
Í farmi bílsins voru steypumót sem féllu til jarðar, líkt og sjá má á myndum af vettvangi. Kranabíll vinnur nú að því að hífa steypumótin af veginum.
Heimild: Visir.is