Home Fréttir Í fréttum Valur vill byggja íbúðir á æfingasvæði

Valur vill byggja íbúðir á æfingasvæði

123
0
Hin nýja íbúðalóð yrði fyrir vestan völlinn. Fjær má sjá Tanngarð og Nýja Landspítalann. mbl.is/sisi

Gríðarleg upp­bygg­ing hef­ur verið á svæði Knatt­spyrnu­fé­lags­ins Vals á Hlíðar­enda á und­an­förn­um árum. Heilt íbúðahverfi hef­ur risið og Val­ur fengið tekj­ur af þess­ari eign sinni sem nem­ur millj­örðum króna.

<>

En Vals­menn eru hvergi nærri hætt­ir. Þeir hafa sent Reykja­vík­ur­borg ósk um að fá að breyta hluta af æf­inga­svæði fé­lags­ins í íbúðalóð.

Þessi hluti æf­inga­svæðis­ins, sá vest­asti, er nú í órækt og að hluta notaður sem geymslu­svæði. Aust­an við hann eru tveir æf­inga­vell­ir með gervi­grasi og þeir verða áfram í notk­un. Á milli vall­anna tveggja er reiknað með því að fyr­ir­huguð borg­ar­lína komi.

Er­indi Vals er til meðferðar hjá skipu­lags­full­trúa Reykja­vík­ur.

Nán­ari um­fjöll­un er að finna í Morg­un­blaðinu í gær.

Heimild: Mbl.is