Home Fréttir Í fréttum Óskar selur hlut sinn í Borgarverki

Óskar selur hlut sinn í Borgarverki

190
0
Óskar byrjaði 12 ára gamall í sumarvinnu hjá Borgarverki ehf. Ljósmynd: Sigurður Bogi Sævarsson

Óskar Sigvaldason, framkvæmdastjóri Borgarverks, hefur selt Kristni Sigvaldasyni allt hlutafé sitt í fyrirtækinu.

<>

skar Sigvaldason, framkvæmdastjóri Borgarverks, hefur selt Kristni Sigvaldasyni allt hlutafé sitt í fyrirtækinu. Fyrir söluna áttu þeir helmings hlut hvor í Borgarverki. Óskar lætur af störfum sem framkvæmdastjóri en mun áfram sitja í stjórn fyrirtækisins.

Skessuhorn greindi fyrst frá kaupunum. Þar kemur fram að Atli Þór Jóhannsson hafi verið ráðinn framkvæmdastjóri Borgarverks. Hann tekur við af Óskari 1. september næstkomandi. Kristinn mun halda áfram sem stjórnarformaður Borgarverks og sviðsstjóri.

Óskar segir í samtali við Skessuhorn að ákvörðunin um að selja hafi verið vel ígrunduð en þegar hann tók við sem framkvæmdastjóri árið 2005 hafi hann ekki ætlað sér að stýra fyrirtækinu lengur en í fimmtán ár. Hann vill ekki gefa upp söluverð hlutar síns í félaginu en grínast með að hann verði a.m.k. ekki á framfæri hjá bænum. Ferill hans hjá fyrirtækinu spannar áratugi en hann byrjaði fyrst 12 ára gamall í sumarvinnu hjá Borgarverk.

Borgarverk hagnaðist um 225 milljónir króna á síðasta ári og hafði þá hagnaður félagsins rúmlega helmingast frá fyrra ári. Rekstrartekjur námu þá 5,1 milljarði króna og hækkuðu um 13% milli ára. Bókfært virði eigin fjár verktakafyrirtækisins nam rúmlega 2,1 milljarði króna um síðustu áramót.

Heimild: Vb.is