Home Fréttir Í fréttum Óútskýrður vatnsleki hrellir íbúa á Akranesi

Óútskýrður vatnsleki hrellir íbúa á Akranesi

162
0
Á myndinni má sjá Breiðina á neðri skaga á Akranesi, eins og neðri hluti bæjarins er oft kallaður. RÚV – RÚV - Bragi Valgeirsson

Fjöldi íbúa og fasteignaeigenda á neðri hluta Akraness glíma við óútskýran vatnsleka og rakaskemmdir. Veitur segja enga bilun vera í veitukerfi sínu í bænum. Rannsókn á grunnvatnsstöðu bæjarins stendur yfir.

<>

Íbúar á Akranesi glíma margir hverjir við rakaskemmdir og óútskýrðan leka sem ekki hefur tekist að stöðva undanfarna mánuði. Búið er að bora holur á mörgum stöðum í bænum sem upp úr kemur allt að 18 gráðu heitt vatn. Bæjarstjóri segir bæjaryfirvöld vilja vita hvað sé í gangi, ef eitthvað. Veitur segja enga bilun vera í veitukerfi sínu í bænum.

Ólafur Páll Gunnarsson, dagskrárgerðarmaður á Rás 2, býr í miðbæ Akraness og vakti athygli á málinu í íbúahóp bæjarins á Facebook á sunnudag. Svörin leyndu sér ekki og deildu margir íbúar biturri reynslu af vatnsleka og rakaskemmdum.

Einn íbúi á Vesturgötu segir hafa lekið inn í kjallara hjá sér og að svo mikið vatn hafi flætt upp úr jörðinni að slökkviliðið hafi þurft að koma til að dæla vatninu upp. Lekinn hafi haldið áfram skýringalaust.

Annar íbúi bendir á að Neðri-Skaginn, eins og neðri hluti bæjarins er gjarnan kallaður, sé hálfgert sandsteinsrif og skolist því auðveldlega til með tímanum.

Umfangsmikil bilanaleit skilaði engu

Haraldur Benediktsson bæjarstjóri segir að bænum hafi borist ábendingar um vatnsstöðu undir ákveðnum húsum. Í kjölfarið hafi Veitur farið í rannsókn á sínum kerfum og bilanaleit.

Í skriflegu svari frá Veitum til fréttastofu segir að leitað hafi verið bilana á Akranesi í maí eftir ábendingu frá fasteignaeiganda um að möguleiki væri á að rekja mætti rakaskemmdir í húsnæði hans til bilunar í veitukerfi Veitna. Veitur höfðu einnig leitað að bilun í bænum í mars og apríl eftir ábendingar frá sama fasteignaeigenda.

Bilanaleit sé því lokið af hálfu Veitna og niðurstaðan sú að ekkert hafi fundist sem gefi til kynna að bilun sé í veitukerfi Veitna í bænum.eit með tækjabúnaði Veitna. Einnig hafi verið grafnar nokkrar gryfjur í bæjarlandi í samráði við Akraneskaupstað að því er segir í svarinu til fréttastofu.

Bilanaleit sé því lokið að hálfu Veitna og niðurstaðan sú að ekkert hafi fundist sem gefi til kynna að bilun sé í veitukerfi Veitna í bænum.

„Þess ber að geta að Veitur eiga ekki öll lagnakerfi innan Akraness. Við hefðbundna bilanaleit finnast langflestar bilanir og benti bilanaleit ekki til þess að meintur leki hafi verið í kerfi Veitna miðað við fyrirliggjandi gögn,“ segir í svarinu.

Vatn bullaði upp úr steypunni

Búið er að bora holur víðsvegar á neðri hluta Akraness til þess að reyna finna uppsprettuna en hingað til hefur það ekki skilað árangri.

Íbúi á Vesturgötu, sem fréttastofa talaði við og vildi ekki koma fram undir nafni, segir borholu, sem boruð var í garði viðkomandi, tiltölulega fulla af 15 til 18 gráðu heitu vatni. Aðeins hafi lækkað í holunni í þurrkum í sumar. „Það er búið að vera þurrt í sex til átta vikur, það rigndi fyrst í dag.“ Borholan hafi þó aldrei drenað sig á þessum tveimur mánuðum síðan hún var boruð.

„Einhvers staðar kemur þetta vatn.“

Þau hjónin hafi rifið upp parket inni í húsinu hjá sér í vor og sáu að það var allt blautt þar undir með tilheyrandi rakaskemmdum. „Í rigningunum í vor bullaði vatn upp úr steypunni.“

Rannsaka grunnvatnsstöðu bæjarins

Akraneskaupstaður hefur falið verkfræðistofunni Verkís til þess að fara í sérstakt rannsóknarverkefni og skoða grunnvatnsstöðu í bænum. Búist er við niðurstöðu úr því verkefni um mánaðamótin og verður hún kynnt íbúum bæjarins í kjölfarið.

Til viðbótar verði farið í að kanna ástandið í kringum eignir sem Akraneskaupstaður á. Haraldur segir bæjaryfirvöld vilja komast til botns í þessu máli og vita hvort þetta hafi gerst áður. Gríðarleg úrkoma hafi verið í vor og grunnvatnsstaða alls staðar há, það gæti hafa haft áhrif.

Hann segir bæjaryfirvöld taka ábendingum frá íbúum mjög alvarlega.

„Við viljum bara vita hvað er að gerast, ef eitthvað.“

Heimild: Ruv.is