Home Fréttir Í fréttum Anfield ekki fullklár vegna gjaldþrots verktakans

Anfield ekki fullklár vegna gjaldþrots verktakans

142
0
Leikið verður fyrir framan 51.000 áhorfendur á Anfield um helgina. AFP

Fyr­ir­tækið sem stend­ur að end­ur­bót­um á heima­velli enska knatt­spyrnu­fé­lags­ins Li­verpool, The Buck­ing­ham Group, hef­ur verið tekið til gjaldþrota­skipta. Ótt­ast er að leik­vang­ur­inn, An­field, verði ekki full­klár fyrr en mikið seinna en áætlað var í fyrstu.

<>

Frétt­irn­ar koma ein­ung­is tveim­ur dög­um áður en Li­verpool leik­ur sinn fyrsta heima­leik á tíma­bil­inu en um 61.000 áhorf­end­ur áttu að vera stadd­ir á vell­in­um sam­kvæmt áætl­un­um Li­verpool.

Þetta er haft eft­ir frétt­asíðunni This Is An­field sem staðsett er í Li­verpool-borg og flyt­ur frétt­ir af fé­lag­inu.

Ný tíma­lína hef­ur verið birt og sam­kvæmt henni klár­ast fram­kvæmd­irn­ar ekki fyrr en um miðjan októ­ber. Öllu starfs­fólki Buck­ing­ham Group var gert að ljúka störf­um í morg­un. Buck­ing­ham Group sér einnig um fram­kvæmd­irn­ar á heima­velli Ful­ham, Cra­ven Cotta­ge, en sam­kvæmt til­kynn­ingu frá fé­lag­inu verður völl­ur­inn ekki full­klár fyrr en tíma­bilið 2024 til 2025.

Heimild: Mbl.is