Home Fréttir Í fréttum Glæsihótel við Laugaveg fær ekki kjallara

Glæsihótel við Laugaveg fær ekki kjallara

68
0
Laugavegur
Meirihlutinn í umhverfis-og skipulagsráði ásamt fulltrúa Framsóknar og flugvallaravina sameinaðist í andstöðu við kjallara sem forsvarsmenn nýs 60 herbergja glæsihótels við Laugaveg 34a -36 vildu fá að grafa fyrir. Málið var tekið fyrir á fundi ráðsins 1.apríl.

Í umfjöllun mbl.is um hótelið kom fram að það ætti að höfða til vandlátra viðskiptavina með vandaðri hönnun. Kostnaðaráætlunin hljóðar upp á 800 milljónir og er gert ráð fyrir að hótelið verði opnað sumarið 2016.

<>

Eigendur hótelsins telja sig þó geta gert betur í að auka við lúxusinn. Því í bréfi til skipulagsráðs Reykjavíkur óska þeir eftir leyfi til að grafa fyrir kjallara – það vanti aukið stoðrými fyrir ýmiskonar þjónustu sem verði að vera til staðar til að hægt sé að bjóða upp á fjögurra stjörnu hótel. „Má þar nefna æfingaaðstöðu fyrir hótel gesti og setustofu sem við höfum ekki pláss fyrir í núverandi fyrirkomulagi.“

Fram kemur í bréfinu að jarðvegsþáttur framkvæmdarinnar myndi aðeins lengjast um hálfan mánuð og myndi ekki hafa áhrif á lok framkvæmda.

Verðandi hóteleigendur benda enn fremur á í umsókn sinni að Sandholts-bakarí gæti notið góðs af þessum kjallara – verulega sé farið að þrengja að því enda hafi vinsældir þess aukist jafnt og þétt undanfarin misser og ár. „Vantar þeim verulega rými fyrir aðföng til að geta stækkað veitingaplássið og þjónað þannig gestum og gangandi betur en mögulegt er í dag.“

Eigendurnir segja að þeir hafi fylgst vel með verkefnum tengdum ferðaþjónustunni – þar hafi komið fram vilji borgaryfirvalda og annarra til að styrkja „lúxusenda ferðaþjónustunnar enda mikilvægt að fá gesti til landsins sem skilja eftir sig meira en við erum að sjá í dag.“

Umhverfis- og skipulagsráð féllst ekki á þessa hugmynd þar sem fulltrúar meirihlutans og Framsóknar og flugvallavina voru sameinaðir í andstöðu sinni. Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins sat hjá. Málinu var vísað til borgarráðs.

Heimild: Rúv.is