9.4.2015
Opnun tilboða 8. apríl 2015. Endurbygging á 3,76 km kafla á Miðfjarðarvegi (704). Kaflinn er frá Hringvegi og endar 800 m norðan við heimreiðina að Staðarbakka.
Helstu magntölur eru:
Fylling | 14.600 | m3 |
Fláafleygar | 6.660 | m3 |
Efnisvinnsla 0/22 mm | 4.580 | m3 |
Neðra burðarlag | 17.860 | m3 |
Efra burðarlag 0/22 mm | 4.580 | m3 |
Klæðing | 28.280 | m2 |
Ræsalögn | 185 | m |
Rásarbotn og fláar | 53.080 | m2 |
Frágangur núverandi vegar | 7.900 | m2 |
1. áfangi: Verktaki skal ljúka öllum verkþáttum nema lokafrágangi fláa, útlögn efra burðarlags og útlögn klæðingar fyrir 1. október 2015.
2. áfangi: Árið 2016 skal vinna við lokafrágang fláa, afréttingu og frágang neðra burðarlags, útlögn efra burðarlags og klæðingar.
Verkinu skal að fullu lokið 1. júlí 2016.
Bjóðandi | Tilboð kr. | Hlutfall | Frávik þús.kr. |
G. Hjálmarsson hf., Akureyri | 109.942.800 | 116,5 | 26.815 |
Borgarverk ehf., Borgarnesi | 98.298.000 | 104,1 | 15.170 |
Skagfirskir verktakar, Sauðaárkróki | 96.474.980 | 102,2 | 13.347 |
Áætlaður verktakakostnaður | 94.385.000 | 100,0 | 11.257 |
Jarðlist ehf., Reykjavík | 85.743.870 | 90,8 | 2.616 |
Vörubifreiðastjórafélagið Mjölnir, Selfossi | 83.127.580 | 88,1 | 0 |