Home Fréttir Í fréttum Velta eykst um 50% á fasteignamarkaði

Velta eykst um 50% á fasteignamarkaði

47
0

Þegar mars 2015 er borinn saman við mars 2014 fjölgar kaupsamningum um fasteignir um 33,5% og velta eykst um 50,3%.

Fjöldi þinglýstra kaupsamninga um fasteignir við sýslumannsembættin á höfuðborgarsvæðinu í mars 2015 var 713. Heildarvelta nam 27,7 milljörðum króna og meðalupphæð á hvern kaupsamning var 38,8 milljónir króna. Viðskipti með eignir í fjölbýli námu 17,8 milljörðum, viðskipti með eignir í sérbýli 7,5 milljörðum og viðskipti með aðrar eignir 2,3 milljörðum króna. Þetta kemur fram í markaðsfréttum Þjóðskrár Íslands.

<>

Þar segir að þegar mars 2015 er borinn saman við febrúar 2015 fjölgar kaupsamningum um 63,5% og velta eykst um 75,9%. Í febrúar 2015 var 436 kaupsamningum þinglýst, velta nam 15,7 milljörðum króna og meðalupphæð á hvern kaupsamning 36,1 milljón króna.

Þegar mars 2015 er borinn saman við mars 2014 fjölgar kaupsamningum um 33,5% og velta eykst um 50,3%. Í mars 2014 var 534 kaupsamningum þinglýst, velta nam 18,4 milljörðum króna og meðalupphæð á hvern kaupsamning 34,5 milljónir króna.

Makaskiptasamningar voru 29 í mars 2015 eða 4,3% af öllum samningum. Í febrúar 2015 voru makaskiptasamningar 7 eða 1,7% af öllum samningum. Í mars 2014 voru makaskiptasamningar 21 eða 4,2% af öllum samningum. Makaskiptasamningur er þegar hluti kaupverðs er greiddur með annarri fasteign. Upplýsingar um makaskiptasamninga eiga eingöngu við um íbúðarhúsnæði.

Heimild: Vb.is