Home Fréttir Í fréttum Fjár­festingar á öryggis­svæðinu námu 5,6 milljörðum í fyrra

Fjár­festingar á öryggis­svæðinu námu 5,6 milljörðum í fyrra

92
0
Nýja flugbrautin „Mike“ var formlega tekin í notkun í júlí. Hún var fyrsta viðbót Isavia við flugbrautarkerfið á vellinum en allar aðrar breytingar á því hafa verið framkvæmdar af Bandaríkjaher og Nató. ISAVIA

Kostnaður við rekstur og fjárfestingar Íslendinga og Bandaríkjamanna á öryggissvæðinu í Reykjanesbæ námu samtals rúmlega 5,6 milljörðum króna í fyrra. Hlutur Bandaríkjanna var 2,9 milljarðar, hlutur Íslands 2,7 milljarðar en fjárfesting Nató nam aðeins 53 milljónum króna.

<>

Frá þessu greinir Morgunblaðið.

Þar segir meðal annars að Atlantshafsbandalagið hyggi þó á eins til tveggja milljarða króna árlegri fjárfestingu í Helguvík á næstu árum, í nýjum 390 metra löngum viðlegukanti fyrir herskip og 25 þúsund rúmmetra olíubirgðageymslu.

Framkvæmdin er metin á um 5 milljarða.

Á þessu ári sé unnið að endurbótum á gistiskálum fyrir erlendan liðsafla en einnig sé unnið að byggingu nýs gistiskála og búið að endurnýja mötuneyti. Þá hafi plan verið malbikað fyrir færanlega byggð þar sem um 500 hermenn geti gist í tjöldum eða gámum.

Bandaríkjamenn hyggjast ráðast í byggingu vörugeymslusvæðis á næstu árum en sú framkvæmd er metin á um 12,4 milljarða. Þá stendur til að ráðast í útboð á nýju öryggis- og aðgangshliði inn á öryggissvæðið, svo eitthvað sé nefnt.

Heimild: Visir.is