Home Fréttir Í fréttum Starfsemin mögulega í uppnámi

Starfsemin mögulega í uppnámi

155
0
Framkvæmdir hafa staðið yfir við Hagaskóla í sumar. mbl.is/Eyþór

Óvíst er hvort skólastarf í Haga­skóla get­ur farið fram í hús­næði skól­ans í vet­ur, en óðfluga stytt­ist í skóla­setn­ingu hinn 22. ág­úst. Fram­kvæmd­ir hafa staðið yfir í skól­an­um í sum­ar vegna myglu en svo virðist sem þeim sé ekki lokið.

<>

Ómar Örn Magnús­son skóla­stjóri Haga­skóla seg­ir í sam­tali við Morg­un­blaðið að hann bíði enn eft­ir nauðsyn­leg­um upp­lýs­ing­um frá eigna­sviði Reykja­vík­ur­borg­ar svo hægt sé að meta mögu­leik­ann á skóla­starf­semi inn­an hús­næðis skól­ans.

„Ég get ekk­ert sagt því ég hef ekki þær upp­lýs­ing­ar sem ég hefði viljað hafa. Það sér það hver sem horf­ir á húsið að það er ekki til­búið núna.“ Ómar Örn von­ast til þess að fá upp­lýs­ing­ar um það sem allra fyrst og seg­ir að best hefði verið að fá þær í síðustu viku.

Marta Guðjóns­dótt­ir borg­ar­full­trúi Sjálf­stæðis­flokks­ins seg­ir í sam­tali við Morg­un­blaðið að hún hafi óskað eft­ir fundi skóla- og frí­stundaráðs til að bregðast við ástand­inu enda tel­ur hún að málið þoli enga bið. Hún fékk þau svör að Árel­ía Ey­dís Guðmunds­dótt­ir formaður ráðsins væri úti á landi.

„Hún ætlaði að vera í sam­bandi eft­ir helgi en sagði ekki hvort hún yrði við þess­ari ósk eða ekki.“ Marta seg­ir það óviðun­andi ef skól­inn yrði hús­næðis­laus í haust, sem beri að líta al­var­leg­um aug­um, og vill því að ráðið fundi sem allra fyrst.

Heimild: Mbl.is