Home Fréttir Í fréttum Búist við að fram­kvæmd­ir við Arn­ar­nes­veg hefj­ist um miðjan ágúst

Búist við að fram­kvæmd­ir við Arn­ar­nes­veg hefj­ist um miðjan ágúst

90
0

Búist er við að framkvæmdir við þriðja áfanga Arnarnesvegar, milli Rjúpnavegar og Breiðholtsbrautar hefjist um miðjan ágúst.

<>

Samningur hefur verið undirritaður við Loftorku og Suðurverk um lagningu 1,9 kílómetra vegarkafla auk byggingar brúa og undirganga. Frá þessu er greint á vef Betri samgangna þar sem segir að markmið framkvæmdarinnar sé að auka umferðaröryggi og stytta ferðatíma.

Eins mun vegkaflinn stytta þann tíma sem viðbragðsaðilar þurfa til að komast í efri byggðir Reykjavíkur og Kópavogs.

Verkið er að mestu fjármagnað gegnum Samgöngusáttmála ríkisins og sex sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Það er samstarfsverkefni Betri samgangna ohf., Vegagerðarinnar, Reykjavíkur, Kópavogs, Veitna og Mílu.

Heimild: Ruv.is