Búist er við að framkvæmdir við þriðja áfanga Arnarnesvegar, milli Rjúpnavegar og Breiðholtsbrautar hefjist um miðjan ágúst.
Samningur hefur verið undirritaður við Loftorku og Suðurverk um lagningu 1,9 kílómetra vegarkafla auk byggingar brúa og undirganga. Frá þessu er greint á vef Betri samgangna þar sem segir að markmið framkvæmdarinnar sé að auka umferðaröryggi og stytta ferðatíma.
Eins mun vegkaflinn stytta þann tíma sem viðbragðsaðilar þurfa til að komast í efri byggðir Reykjavíkur og Kópavogs.
Verkið er að mestu fjármagnað gegnum Samgöngusáttmála ríkisins og sex sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Það er samstarfsverkefni Betri samgangna ohf., Vegagerðarinnar, Reykjavíkur, Kópavogs, Veitna og Mílu.
Heimild: Ruv.is