Home Fréttir Í fréttum Framkvæmdastjóri Colas skorar á Vegagerðina

Framkvæmdastjóri Colas skorar á Vegagerðina

126
0
Sigþór Sigurðsson, forstjóri Colas, segir fyrirtækjum sem starfa við malbikun á Íslandi vera komið í undarlega og erfiða stöðu. Samsett mynd

Sigþór Sig­urðsson, fram­kvæmda­stjóri Colas, skor­ar á Vega­gerðina að bæta við fjár­magn til viðhalds á veg­um, en hann seg­ir fyr­ir­tækj­um sem starfa við mal­bik­un á Íslandi vera komið í und­ar­lega og erfiða stöðu. Mik­il­vægt sé að op­in­ber­ir verk­kaup­ar haldi ekki að sér hönd­un­um þegar kem­ur að viðhaldi vega.

<>

Seg­ir hann það und­ar­lega ráðstöf­un að op­in­ber­um vega­fram­kvæmd­um sé frestað til að slá á þenslu, enda sé búin að vera mik­il og góð upp­bygg­ing í mal­bik­un­ar­geir­an­um á und­an­förn­um árum. Fyr­ir­tæki hafi fjár­fest í tækj­um og búnaði fyr­ir hundraða millj­óna króna „ekki síst til að upp­fylla kröf­ur stærstu verk­kaupa eins og ISA­VIA og Vega­gerðar­inn­ar.“

Sér­hæft fólk hverf­ur úr geir­an­um

Hann seg­ir eft­ir­spurn hafa dreg­ist gríðarlega mikið sam­an eða allt að 40-45% á milli ára. Markaður fyr­ir mal­bik hafi numið um 300-350 þúsund tonn á ári í fyrra, en nemi varla 200 þúsund í ár.

Að sögn Sigþórs veld­ur slík­ur sam­drátt­ur stór­feld­um upp­sögn­um starfs­fólks, sem í mörg­um til­fell­um sé sér­hæft en hverfi úr geir­an­um.

Sigþór tel­ur vissu­lega verðbólgu og vaxta­hækk­an­ir verða til þess að hið op­in­bera haldi að sér hönd­un­um og dragi úr fram­kvæmd­um. Hann seg­ir ráðstöf­un Vega­gerðar­inn­ar um að fresta stærri verk­efn­um í vega­gerð og viðhaldi þjó­vega hins veg­ar und­ar­lega að sínu mati.

Óásætt­an­legt ástand vega

Þá minn­ir hann á að ör­yggi veg­far­enda skuli haft í fyrra rúmi, en að því sé stefnt í hættu þegar viðhaldi þjóðvega sé haldið í lág­marki af Vega­gerðinni.

„Nú þegar viðhaldi á þjóðvega­kerf­inu er svo gott sem lokið (fyr­ir Versl­un­ar­manna­helgi), blasa við stór­hættu­leg­ir veg­arkafl­ar,“ en Sigþór seg­ir óá­sætt­an­legt að halda inn í vet­ur­inn með vegi í slíku ástandi.

Sigþór seg­ir tím­ann knapp­an og hann skori því á Vega­gerðina að beita sér fyr­ir að fjár­magn til vegaviðhalds verði bætt strax.

„Nú er enn tæki­færi því samn­ing­ar eru opn­ir við verk­taka, tveir mánuðir eft­ir af góðri tíð og það þarf að taka ákvörðun hratt í þess­um mál­um. Veg­ir verða ekki yf­ir­lagðir með mal­biki eða klæðingu þegar kem­ur fram á vet­ur nema með miklu minni gæðum. Við höf­um ág­úst og sept­em­ber til að bjarga því sem bjargað verður,“ seg­ir Sigþór.

Heimild: Mbl.is