Home Fréttir Í fréttum Hótel rísi á hornlóð í Borgartúni

Hótel rísi á hornlóð í Borgartúni

110
0
Þessi óvenjulega skrifstofubygging á að víkja fyrir nýju hóteli. Sömuleiðis verður bakhúsið rifið. Ljósmynd/Reykjavíkurborg

Skipu­lags­full­trúi Reykja­vík­ur hef­ur tekið já­kvætt í ósk um breyt­ingu á deili­skipu­lagi lóðar­inn­ar Borg­ar­túns 1. Nú­ver­andi bygg­ing­ar víki og í staðinn verði byggt stórt hót­el sam­kvæmt upp­drætti T.ark arki­tekta.

<>

Marg­ir kann­ast við skrif­stofu­bygg­ing­una Borg­ar­tún 1 vegna sér­staks út­lits henn­ar. Boga­dreg­in ásýnd húss­ins nýt­ur vernd­un­ar götu­mynd­ar og skal út­lit hót­els­ins taka mið af því. Húsið stend­ur gegnt þekktri bygg­ingu í borg­inni, Rúg­brauðsgerðinni.

Það er fé­lagið BE eign­ir ehf. sem sendi fyr­ir­spurn um breyt­ingu á Borg­ar­túni 1 til Reykja­vík­ur­borg­ar. Sam­kvæmt hluta­fé­laga­skrá var fé­lagið stofnað árið 2013 af Höfðatorgi ehf. Á heimasíðu Íþöku fast­eigna­fé­lags er verk­efnið kynnt svo: Hót­el­bygg­ing á fjór­um hæðum. Áætlaður fjöldi her­bergja: 105-115. Áætluð stærð er um 5.600m². Verk­efnið er í þróun og bíður eft­ir rétt­um leigu­taka áður en bygg­ing hefst.

Svona hugsa arki­tekt­arn­ir sér að nýja hót­elið líti út. Mögu­lega á til­lag­an eft­ir að taka breyt­ing­um. Tölvu­mynd/​T.ark

Fram kem­ur í um­sögn verk­efna­stjóra skipu­lags­full­trúa að óskað sé eft­ir því að sam­eina lóðirn­ar Borg­ar­tún 1, Borg­ar­tún 3 og Guðrún­ar­tún 4 og byggja á þeim eitt stórt hót­el. Í dag eru nokk­ur fyr­ir­tæki skráð í Borg­ar­túni 1 og í bak­húsi er Sam­hjálp með kaffi­stofu.

Húsið að Borg­ar­túni 1 tel­ur í dag tvær hæðir á horn­inu og eina hæð aust­ar, meðfram Borg­ar­túni. Heim­ild er fyr­ir hót­el­bygg­ingu á lóðinni.

Nán­ar er fjallað um málið í fimmtu­dags­blaði Morg­un­blaðsins.

Heimild: Mbl.is