Home Fréttir Í fréttum Hallgrímskirkja í hópi bestu útsýnisbygginga í heimi

Hallgrímskirkja í hópi bestu útsýnisbygginga í heimi

75
0
Hallgrímskirkja er í hópi 10 bestu útsýnisbygginga heims. mbl.is/Kristinn Magnússon

Ný­verið birt­ist listi yfir tíu bestu út­sýn­is­bygg­ing­ar í heimi, en á list­an­um eru heims­fræg­ar bygg­ing­ar á borð við Eif­felt­urn­inn í Par­ís, Empire State-bygg­ing­una í New York-borg og London Eye í Lund­ún­um. List­ann prýðir þó einnig hin glæsi­lega Hall­gríms­kirkja í miðbæ Reykja­vík­ur.

<>

Við gerð list­ans greindu bygg­ing­ar­sér­fræðing­ar hjá Buildworld um­sagn­ir á vef TripA­dvisor um vin­sæl­ustu bygg­ing­ar og mann­virki heims, en þeir skoðuðu hversu oft not­end­ur minnt­ust á „fal­legt út­sýni“ í um­sögn­um sín­um um bygg­ing­arn­ar.

Niður­stöður leiddu í ljós að Hall­gríms­kirkja væri sjötta besta út­sýn­is­bygg­ing í heimi og sú fjórða besta í Evr­ópu. Á TripA­dvisor voru 3.013 um­mæli um fal­legt út­sýni frá út­sýn­ispalli kirkj­unn­ar.

Sam­kvæmt könn­un­inni er Eif­felt­urn­inn í Par­ís sú bygg­ing sem býður upp á fal­leg­asta út­sýni í heimi, en turn­inn sjálf­ur er 330 metra hár og efsti út­sýn­is­staður í 276 metra hæð. Alls voru 5.116 um­mæli um fal­legt út­sýni frá turn­in­um á TripA­dvisor.

10 bestu út­sýn­is­bygg­ing­ar í heimi

  1. Eif­felt­urn­inn, Par­ís
  2. Empire State-bygg­ing­in, New York-borg
  3. Basilique du Sacré-Cœur de Mont­martre, Par­ís
  4. Top of the Rock, New York-borg
  5. Halászbástya, Búdapest
  6. Hall­gríms­kirkja, Reykja­vík
  7. London Eye, Lund­ún­um
  8. Ed­in­borg­ar­k­astali, Ed­in­borg
  9. Chap­el of the Holy Cross, Arizona
  10. Burj Khalifa, Dúbaí

Heimild: Mbl.is