Home Fréttir Í fréttum Skiptar skoðanir um ný baðskýli í Landmannalaugum

Skiptar skoðanir um ný baðskýli í Landmannalaugum

72
0
RÚV – Kristinn Gauti Guðnason

Hin ósnortna náttúrufegurð Landmannalauga í Friðlandinu að Fjallabaki heillar margan ferðamanninn. Svo margan, að álagið er talið svo mikið að nauðsynlegt sé að bæta aðstöðuna. Á hverju ári koma yfir 130 þúsund ferðamenn þangað, langflestir í dagsferð

<>

„Ég gæti trúað að það séu hátt í 2-3000 manns sem koma hingað á hverjum degi,“ segir Einar Hagalín, vaktmaður hjá björgunarsveitinni Kyndli. Um 20–30 rútur komi dags daglega og því til viðbótar bílaleigubílar.

Landmannalaugar eru ekki síst þekktar fyrir heitu náttúrulaugarnar, eins og nafn þeirra ber með sér. Í sumar var sett upp ný búningsaðstaða sem sumum þykir skyggja helst til mikið á útsýnið, og þar með takmarka upplifunina.

Nýju skýlin vöktu töluvert umtal á samfélagsmiðlum á dögunum, og mörgum fannst þau ekki passa við andrúmsloft staðarins.

Þjónustuskáli, verslun, ný baðlaug
Til stendur til að gerbreyta aðstöðunni, reisa þar þjónustuskála með veitingasal og verslun, manngerðri baðlaug og fleiru. Segja má að framkvæmdir séu þegar komnar af stað, með byggingu nýrra palla við laugina.

Inga Dóra Hrólfsdóttir, sviðstjóri náttúruverndar hjá Umhverfisstofnun, segir fjölda ferðamanna kalla á fjölda snaga. „Þetta er bara enduruppbygging á þeim pöllum sem voru og er bara veggur með snögum, til að hengja upp handklæðið sitt eða yfirhafnir,“ segir Inga sem hefur ekki áhyggjur af útsýninu.

„Það er gott útsýni í Landmannalaugum bara allan hringinBn.“

Heimild: Ruv.is